Fréttir

Ferð í Guðmundarlund

Í dag fóru börnin á stóra Læk í ferð í Guðmundarlund. Við vorum ótrúlega heppin með veður þó við höfum nú saknað birtunnar frá snjónum, enda var koldimmt fyrstu mínúturnar eftir að við komum þangað. Það kom þó ekki að sök og við drukkum kakó og borðuðum kleinur við ljóstýrur og lékum okkur svo víðsvegar í skóginum. 


Það vill svo skemmtilega til að í dag er einnig 1. desember og af því tilefni var íslenski fáninn dreginn að húni. Í síðdegishressingu var boðið upp á vöfflur með rjóma og sultu fyrir öll börn Lækjar.

Hér eru nokkrar myndir frá ferðinni í Guðmundarlund.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica