Fréttir

Skipulagsdagar næsta skólaárs

Samkvæmt ákvörðun Kópavogsbæjar voru skipulagsdagar samræmdir í hverfum bæjarins. Lækur tilheyrir hverfi þrjú ásamt Smáraskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Arnarsmára, Dal, Fífusölum, Núp og Rjúpnahæð.
Skipulagsdagarnir verða 7. október, 21. nóvember, 2. janúar, 14. mars og 17. maí. Auk þessa fá leikskólarnir hálfan dag til viðbótar við þá fimm sem samræmdir eru með grunnskólunum. Sá dagur er sameiginlegur í öllum leikskólunum og verður 9. september - eftir hádegi.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica