Fréttir

Umferðarvika

Þessa vikuna beinum við athygli okkar sérstaklega að umferðinni og umferðarreglum. 

Hér í leikskólanum munum við meðal annars lesa sögurnar um krakkana í Kátugötu og á miðvikudaginn verður hjóladagur hjá tveimur elstu árgöngunum (2010/2011).

Í tilefni af umferðarvikunni okkar viljum við benda ykkur á einblöðung um öryggi barna í bíl, sem má nálgast hér og ítarlegri upplýsingar um öryggi barna í bílum sem má nálgast hér.

Þá viljum við einnig vekja athygli á vefsíðunni umferd.is en þar er að finna fræðsluefni fyrir börn á öllum aldri. 

Munum að fara varlega í umferðinni - við erum fyrirmyndir barnanna! :)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica