Fréttir

Útskrift, Útiskóli, aðlögun og fleira

Á miðvikudaginn var haldin hátíðleg athöfn hér í Læk þar sem Maríanna leikskólastjóri útskrifaði elstu börn leikskólans. Eftir athöfnina var boðið upp á vöfflur og heitt súkkulaði. Við óskum börnunum og fjölskyldum þeirra til hamingju með áfangann!


Daginn eftir hófst Útiskóli hjá útskriftarárganginum, en fram að sumarfríi munu þau hafa aðsetur á Lækjarvelli og fara í fjölmargar vettvangsferðir.

Það er ansi margt um að vera hjá okkur þessa dagana. Íþróttahátíðin okkar var haldin í frábæru veðri, vikan sem leið var GRÆN vika og endaði með söngfundum í litla- og stóra Læk. Þá hefur verið unnð að aðlögun og er aðlögun á milli deilda í stóra Læk um það bil að klárast. Við tekur aðlögun barna frá litla Læk yfir í stóra Læk og í næstu viku hefst aðlögun nýrra barna í leikskólann.Þetta vefsvæði byggir á Eplica