Fréttir

Vináttuverkefni í Læk


Nú í febrúar innleiðum við í Læk Vinátturverkefni Barnaheilla í starf leikskólans. Um er að ræða forvarnarverkefni gegn einelti og munu tveir elstu árgangar skólans taka þátt, árgangar 2010 og 2011. Síðar munu svo yngri árgangarnir bætast við. 


Vinátta eða  Fri for mobberi  byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Efninu fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vináttunnar, en bangsinn kom til okkar á Degi leikskólans, með böglapósti frá Ástralíu. Hvert barn fær svo til eignar lítinn Blæ bangsa, en þeir munu dvelja í leikskólanum þar til börnin ljúka skólagöngu sinni hér í Læk. Þeir komu til okkar síðastliðinn mánudag með rútu og það var mikil eftirvænting þegar börnin fóru út til þess að taka á móti þeim.  


Áhugasamir geta kynnt sér efnið nánar á vefsíðu Barnaheilla hér: http://www.barnaheill.is/Vinatta og á dönsku vefsíðunni http://www.friformobberi.dk/fl/


Hér má sjá nokkrar myndir frá komu bangsans Blæ í leikskólann.Þetta vefsvæði byggir á Eplica