Fréttir

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í dag

Í dag gerðum við okkur glaðan dag í tilefni af degi leikskólans sem er á morgun, 6. febrúar. 


Þegar börnin mættu í leikskólann í dag var búið að skreyta garðana hjá okkur á margvíslegan hátt og skapa skemmtilega stemmningu til útiveru í myrkrinu. Þá máttu allir koma með vasaljós meðferðis í dag og var unnið með ljós og skugga jafnt utandyra sem innanhúss.

Í tilefni dagsins er opið hús hjá okkur á opnunartíma skólans og gaman að sjá foreldra koma og taka virkan þátt í leikskólastarfinu með okkur. 

Hér eru  nokkrar myndir frá degi leikskólans.Það var einnig fjólublár dagur hjá okkur og gaman að sjá hve margir mættu í eða með eitthvað fjólublátt. Eins og alla jafna á litadögum voru söngfundir bæði í litla og stór Læk og hér að neðan eru myndir frá söngfundunum.


Fleiri myndir koma væntanlega á myndasíður deildanna á næstu dögum.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica