Fréttir

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 5. febrúar og af því tilefni er opið hús í Læk þann dag, á opnunartíma leikskólans. Við hvetjum foreldra til að gefa sér tíma og taka þátt í skólastarfinu með okkur. Þá verður einnig fjólublár dagur hjá okkur sama dag, og hvetjum við alla til að mæta í eða með eitthvað fjólublátt. Samsöngur í litla Læk hefst kl. 9:15 en kl: 9:30 í stóra Læk. Hlökkum til að taka á móti ykkur!
Þetta vefsvæði byggir á Eplica