Fréttir

Hvít vika


Þessa fyrstu viku á nýju ári höfum við gefið hvíta litnum sérstakan gaum. Börnin í stóra Læk söfnuðu saman allskonar hvítum hlutum á borð í Mýrinni. Í dag var svo hvítur dagur og gaman að sjá hversu margir mættu hvítklæddir í leikskólann. Þá var haldinn samsöngur í stóra Læk þar sem vetrar- og þorralögum var gert hátt undir höfði undir styrkri stjórn barna og kennara Álfhóls. Hér má sjá nokkrar myndir.


Börnin í litla Læk héldu einnig samsöng þar sem sungin voru vinalög, vetrarlög og tröllalög.

Skemmtileg fyrsta vika á nýju ári að líða undir lok. Gleðilegt árið og takk fyrir það liðna.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica