Fréttir

Gul vika - Gulur dagur á stóra Læk

Nú er gul vika hjá okkur í Læk og í dag náði vikan hápunkti á stóra Læk með GULUM degi. Þá komu allar deildir saman í Mýri og sungu vel valin lög en í þetta skipti sá Álfhóll um að stjórna söngfundi. Þau stóðu sig með stakri prýði og höfðu valið mikið af vor og sumarlögum.


Á litla Læk verður söngfundur að venju á föstudeginum og myndir af því koma fljótlega, en þá lýkur GULU vikunni hjá okkur. Þó að sóleyjarnar og fíflarnir séu ekki farin að láta á sér kræla þá höfum við aldeilis fengið að njóta sólarinnar og vonumst til að sjá meira af  henni :)

Sólskínskveðjur úr Læk.Þetta vefsvæði byggir á Eplica