Fréttir

Sumarlokun leikskólans

Niðurstöður skoðunarkönnunar vegna sumarlokunar leikskólans liggja fyrir. Tæplega 80% foreldra tók þátt í könnuninni. Þrjú tímabil voru í boði auk þess sem hægt var að merkja við „Sama hvaða tímabil“. 4,5% foreldra var sama hvaða tímabil leikskólinn væri lokaður. 9% kaus fyrsta tímabilið 29.06.-24.07. 28,5% kaus annað tímabilið 06.07.-31.07. og 58% foreldra kaus þriðja tímabilið 13.07.-07.08. Samkvæmt þessu lokar leikskólinn Lækur kl. 13.00 föstudaginn 10. júlí og verður opnaður aftur mánudaginn 10. ágúst kl. 13.00.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica