Fréttir

Verkfall Starfsmannafélags Kópavogs

Vegna boðaðs verkfalls starfsmanna Kópavogsbæjar sem eru í Starfsmannafélagi Kópavogs frá og með 10. nóvember n.k.,  vill leikskólinn Lækur koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

Það má búast við að leikskólastarf raskist verulega þar sem starfsfólk Sfk, sem gegnir mikilvægum störfum í leikskólunum, verður í verkfalli.

Leikskólakennarar og aðrir starfsmenn með háskólamenntun fara ekki í verkfall og munu því taka á móti börnum. Það verður þó aðeins hluti af heildarfjölda barna sem getur verið í leikskólanum hverju sinni. Það hlutfall reikna stjórnendur skólans út og gera það út frá fjölda leikskólakennara og annars  háskólamenntaðs starfsfólks á hverjum tíma. Börnunum verður skipt niður á daga og e.t.v. tíma og eru foreldrar beðnir að taka tillit til þess. Skipulag varðandi þennan þátt kemur eins fljótt og auðið er. Reynt verður að miða við að það gildi viku í senn.

Einnig getur leikskólastjóri þurft að breyta opnunar-og lokunartímum leikskólans ef ekki næst að manna þá yfir daginn.

Foreldrar þurfa því að búa sig undir að töluverð röskun verði á starfsemi leikskólans og ekki síst fyrir börnin sem þar dvelja. Við biðjum foreldra að sýna okkur skilning og umburðarlyndi meðan á verkfalli stendur.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica