Fréttir

Kveðjugjöf frá börnum í útskriftahópi Lækjar.

 

Í dag gáfu elstu börn á Álfhóli, Laufinu  og Víghóli, leikskólanum peningagjöf í tilefni af útskrift þeirra. Tveir fulltrúar foreldra mættu á söngfund í Lækjarsmárahúsinu og afhentu gjöfina. Skólahópur á Álfhól, Loftsteinahópur á Laufinu og Músahópur á Víghól munu svo fara í búð með kennurum sínum og kaupa leikefni eða annað sem þeim langar til að gefa leikskólanum. Þökkum við kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf og hlökkum til að njóta þess sem keypt verður.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica