Fréttir

Gleðilegt nýtt ár 2019

Nú er skipulagt starf að fara aftur í gang eftir góða jólatörn. Á föstudaginn var vasaljósadagur hjá okkur með tilheyrandi ljósageislum. Í stóra-Læk var garðurinn skreyttur og segl sett yfir kastalann. Börnin nutu þess að vera úti í myrkrinu með vasaljósin sín. Ljósin voru einnig slökkt innan dyra sem skapaði góða stemningu.  Á litla-Læk könnuðu börnin umhverfið sitt með vasaljósum en þau voru einnig með hvítan dag. Samsöngur var bæði í stóra- og litla Læk.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica