Fréttir

Fyrirsagnalisti

Gleðilegt nýtt ár 2019

Óskum ykkur gleðilegs árs með von um að þið hafið haft það gott um hátíðarnar.

Nú er skipulagt starf að fara aftur í gang eftir góða jólatörn. Á föstudaginn var vasaljósadagur hjá okkur með tilheyrandi ljósageislum. Í stóra-Læk var garðurinn skreyttur og segl sett yfir kastalann. Börnin nutu þess að vera úti í myrkrinu með vasaljósin sín. Ljósin voru einnig slökkt innan dyra sem skapaði góða stemningu.  Á litla-Læk könnuðu börnin umhverfið sitt með vasaljósum en þau voru einnig með hvítan dag. Samsöngur var bæði í stóra- og litla Læk.

Fréttir

Jólin í leikskólanum voru 19. desember. Stóri lækur byrjaði dagurinn á því að Skyrgámur hafði komið í heimsókn um nóttina og atað allt út í skyri.  Svo fengu börnin Skjóðu í heimsókn og hún sagði okkur frá því hvað varð til þess að jólasveinarnir ákváðu að gefa í skóinn í staðinn fyrir að hrekkja og stríða. Síðan bættust Hurðaskellir og Skyrgámur i hópinn. Skyrgámur sagðist hafa fundið svo mikið skyr í leikskólanum og ákveðið að skreyta fyrir okkur. Hann baðst afsökunnar á því að hafa gert þetta hann hefði bara gleymt sér. Þau sungu svo og dönsuðu í kringum jólatréð með börnum og starfsfólki. Að lokum útdeildu þau gjöfum sem börnin fengu að opna inn á deildunum sínum. Gjafirnar innihéldu vasaljós sem vakti mikla lukku. 

Á Litla Læk var líka jólaball þar var dansað og sungið í kringum jólatréð. Gáttaþefur mætti svo til þeirra og spjallaði við þau og útdeildi gjöfum. Þar innihéldu gjafirnar líka vasaljós sem vakti líka mikla lukku þar. Allir fengu svo góðan jólamat í hádegismat og ís í eftirrétt.


DSC0511920181219_111434841_iOS

20181218_213111441_iOSBreyttur opnunartími

Við viljum vekja athygli á því að opnunartími leikskólans mun breytast eftir sumarfrí. 

Leikskólinn mun vera opinn frá 7:30 - 16:30.


Breytingin mun eiga sér stað þann 9.ágúst en þá verður opið frá 13:00 - 16:30.

Venjulegur opnunartími verður svo þann 10.ágúst 2018, 7:30 - 16:30.

Leikskóladagatal 2018-2019

Við vekjum athygli á því að skóladagatal Lækjar er tilbúið fyrir skólaárið 2018-2019. 

Sumarhátíð

Föstudaginn 22.júní var haldin sameiginleg sumarhátíð Lækjar og Arnarsmára þar sem börn og starfsfólk gerðu sér glaðan dag saman.
Eldri börnin héldu upp í Vinalund í brekkunni við Digraneskirkju en yngri börnin voru í garðinum á litla Læk. Börnunum var skipt í hópa og farið var á milli fjölbreyttra stöðva þar sem þurfti að leysa ýmsar skemmtilegar þrautir. Að lokum var leiksýning frá Götuleikhúsi Kópavogs og allir fengu grillaðar pylsur.

Dagurinn heppnaðist vel og allir skemmtu sér vel. Við þökkum börnum og starfsfólki Arnarsmára fyrir skemmtilegan dag. 


Hjóladagur

Í byrjun júní var umferðarvika hér í leikskólanum. Þá ræðum við um umferðarreglurnar og fræðumst um ýmislegt sem tengist því. Þar sem það er mikið um útiveru og vettvangsferðir á þessu tímabili í leikskólanum er nauðsynlegt að hafa þessi atriði á hreinu. 

Í kjölfar umferðarfræðslunnar var hjóladagur fyrir tvo elstu árganga leikskólans þar sem lögreglan leit við. Dagurinn hepnnaðist vel og var mikil gleði og spenna í barnahópnum. Börnin fengu að hjóla stóran hring í kringum Lækjavöll.Vorið í Læk 

Aprílmánuður var nokkuð rólegur og hefðbundinn hér í Læk, það var gulur dagur í byrjun mánaðarins og ágangur 2014 fór í Smárann í lok mánaðarins. Maí hefur verið öllu viðburðarríkari en hann hófst með undirbúning fyrir afmæli Lækjar og komu börnin saman og bökuðu veitingar fyrir stóra daginn. Þann 11. maí var svo blásið til veislu og foreldrum og velunnurum skólans boðið á opið hús þar sem verk barnanna voru til sýnis og veitingar á boðstólnum. 

Árleg íþróttahátið Lækjar var haldin í maí og voru settar upp fjölmargar útistöðvar sem reyndu á ólíka hreyfifærni bæði á litla og stóra Læk. Allir skemmtu sér konunglega og veðrið var með besta móti svona miðað við veðurfarið í maí almennt. Marsmánuður í Læk

Í mars hófum við vinnu með grunngildið Virðingu og munum við hafa hana sem leiðarljós í starfi okkar með börnunum næstu þrjá mánuði. Hægt er að lesa nánar um grunngildið með því að smella hér.  Blær, vináttubangsinn okkar lætur sitt ekki eftir liggja og aðstoðar okkur að tileinka okkur virðingu.

Pylsudagurinn mikli var haldinn hátíðlegur 16. mars við mikinn fögnuð. Þá eru settir upp "Pylsuvagnar" og börnin versla sér pylsur og drykki með heimagerðum gjaldmiðli, seðlum eða kortum. Þá skapast einnig mikil stemmning þegar semja á um verðið á veitingunum og börnin læra ýmislegt um verðgildi. 

Þá hefur skapast hefð fyrir því að hafa Rugldag í kringum 1. apríl en þar sem hann ber nú upp á laugardegi í miðju páskafríi þá var ákveðið að flýta honum örlítið þetta árið. Á rugldeginum eiga kennarar það til að ruglast á deildum, matráðurinn ruglast í eldhúsinu og hugmyndaflugið leikur lausum taumi í klæðnaði og fatavali. 

Myndum verður bætt við þessa frétt á næstu dögum.


Fjörugur febrúar

Það var að venju þéttsetin dagskrá í leikskólanum í febrúar en mánuðurinn hófst á fjólubláum degi. Það var gaman að sjá hve margir mættu með eða í einhverju fjólubláu, bæði ungir sem aldnir.


Þann 6. febrúar var opið hús í tilefni af Degi leikskólans. Gestum og gangandi var boðið að líta við og taka þátt í daglegu starfi. Mætingin var verulega góð sem endranær og þökkum við kærlega fyrir komuna. 
Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur voru allir á sínum stað með hefðbundnu sniði en hér í Læk hefur löngum tíðkast að hafa Öskudagsball og slá köttinn úr tunnunni. Það voru allskonar verur sem glæddu leikskólann lífi þann daginn eins og meðfylgjandi myndir gefa til kynna.Þá var efnt til Dömukaffiboðs í tilefni Konudagsins og öllum mömmum, ömmum, frænkum og vinkonum boðið í morgunkaffi. 


Viðburðarríkur janúar í Læk

Að venju kvöddum við jólin á þrettándanum með því að hafa vasaljósadag. Garðurinn var skreyttur ýmisskonar glitskrauti og útiveran hófst óvenju snemma svo hægt væri að nýta myrkrið sem best. 

Í tilefni Bóndadagsins buðu börnin í Læk feðrum, öfum, frændum bræðrum og öðrum karlkyns velunnurum skólans í morgunkaffi og var sú nýbreytni að bjóða upp á hafragraut og heimabökuð rúnstykki. Það var afskaplega góð mæting þennan dag og við þökkum karlpeningnum kærlega fyrir komuna og skemmtilega þátttöku í leik og starfi með börnunum.Sama dag var haldið þorrablót hér í Læk þar sem allir gæddu sér á þjóðlegum veitingum í hádeginu. Börnin voru sérstaklega dugleg að smakka og eiga hrós skilið fyrir. Þá var leikfangakista Þjóðminjasafnins fengin að láni og fengu börnin að kynnast leikföngum gamla tímans.


Síðasta vikan í janúar var tileinkuð tannvernd og voru unnin ýmiskonar verkefni um tannheilsu í tilefni þess.

Aðventan í Læk

Það hefur aldeilis margt á daga okkar drifið í desembermánuði. Við byrjuðum jólamánuðinn á rauðum degi á litla Læk þann 1. desember en þann dag fóru börnin á stóra Læk í Guðmundarlund. Þar áttum við notalega stund saman og gæddum okkur á heitu súkkulaði og kleinum. Rauður dagur var svo haldinn í stóra Læk 8. desember.  


Í fyrstu viku desember vorum við með kirkjuferð og aðventukaffi fyrir börn og foreldra. Elsti árgangur leikskólans lék Helgileikinn fyrir okkur og við áttum notalega stund saman í Digraneskirkju. Eftir Helgileikinn var foreldrum boðið að þiggja veitingar í leikskólanum sem börnin á leikskólanum höfðu bakað. 

 

Jólaballið var svo á sínum stað þann 15. desember en þá fengum við að sjálfsögðu heimsókn frá jólasveinunum en þeir komu færandi hendi með mjúka pakka fyrir öll börnin. Að jólaballinu loknu var boðið upp á hátíðarmat að hætti kokksins.Elsti árgangurinn í Læk átti svo notalega jólastund með 1. bekkingum í Smáraskóla 18. desember. Í heimsókninni sungu þau nokkur lög, hlustuðu á jólasögu og unnu saman að jólaverkefni þar sem hvert barn útbjó handafar sitt sem var svo öllum raðað saman í eitt stórt jólatré.


Fleiri myndir má sjá á myndasíðum deilda.

Skipulagsdagur 6. október

Á skipulagsdaginn í Læk 6. október síðast liðinn var margt um að vera. Dagurinn byrjaði á sameiginlegum tarfsmannafundi þar sem ýmis málefni Lækjar voru rædd og hver deild fékk einnig tíma til að funda og skipuleggja starfið sitt. 


Eftir hádegið fengu starfsmenn fræðslu en þær Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi kynntu fyrir okkur aðferðir og gögn sem hægt er að styðjast við í leik og starfi. Með Hugarfrelsi er átt við það frelsi sem hverjum manni er unnt að öðlast þegar hugurinn hefur ekki lengur neikvæð áhrif á daglegt líf. Frelsi frá áhyggjum, kvíða og ótta. Hugarfrelsi til þess að blómstra, frelsi til að nýta hæfileika sína sem best, frelsi til að velja hugsanir sínar sér og öðrum til gagns. Þessar aðferðir gagnast vel með ungum börnum þar sem þeim er eðlislægt að anda djúpt og vera í núinu. Þær stöllur munu svo fylgja fræðslunni eftir með heimsóknum og handleiðslu til okkar í vetur. Hér má sjá myndir frá deginum.
Haustfundur í Læk

Miðvikudaginn 4. október síðast liðinn var haldinn árlegur haustfundur fyrir foreldra barna í Læk. Foreldrafélagið Grágæs var með aðalfund þar sem kosið var í stjórn félagsins og einnig fóru þau yfir starfsárið og viðburði sem þau hafa staðið fyrir.


Þá fór María leikskólastjóri yfir mikilvæg málefni tengd leikskólanum áður en haldið var inn á hverja deild fyrir sig þar sem starfið var kynnt fyrir foreldrum.

Við þökkum þeim sem gáfu sér tíma til að koma kærlega fyrir komuna og ánægjulega samveru.


Skóladagatal litla Lækjar

VIð vekjum athygli á því að skóladagatal litla Lækjar er nú einnig aðgengilegt á heimasíðunni okkar.

Appelsínugulur dagur á morgun!

VIð hvetjum alla til að koma með eða í einhverju appelsínugulu á morgun :)

Skóladagatal Lækjar

Skóladagatal fyrir stóra Læk er nú aðgengilegt hér á heimasíðu skólans. Skóladagatal fyrir litla Læk er ekki alveg fullbúið en helstu viðburði má sjá á dagatali stóra Lækjar.  

Dagur læsis - 8. september

Þann 8. september síðastliðinn var dagur læsis en allt frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. 

Við í Læk tókum að sjálfsögðu þátt og buðum upp á "bóka bíó" í Mýrinni og vakti það mikla lukku meðal barnanna. Bóka bíó fer þannig fram að samtímis því sem kennari les bók fyrir börnin er blaðsíðum hennar varpað upp á skjá með myndvarpa eða skjávarpa.

Einnig horfðum við á myndband með söng um íslenska stafrófið og lögðum inn Lubba-málhljóðið A.

Velkomin í Læk!

Þessa vikuna hófst fyrsta aðlögun nýrra barna í Læk og viljum við bjóða börnin og foreldra þeirra hjartanlega velkomin til okkar um leið og við bjóðum þá sem hafa verið áður velkomna aftur eftir sumarfrí.

Skólaárið 2017-2018 ber margt spennandi í skauti sér og er verið að leggja lokahönd á skóladagatal fyrir þetta ár. Skóladagatalið verður birt við fyrsta tækifæri hér. Þá viljum við benda foreldrum á að hægt að nálgast ýmsar mikilvægar upplýsingar um skólastarfið í Læk hér á vinstri spássíðunni.

Undir liðnum "Námið" má nálgast upplýsingar um Vináttuverkefnið Blæ, námskrá Lækjar, starfsáætlun Lækjar og vinsamleg tilmæli fyrir afmælisveislur barnanna.

Undir liðnum "Áætlanir" má kynna sér áfallaáætlun, forvarnaráætlun og jafnréttisáætlun Lækjar ásamt verklagsreglum menntasviðs Kópavogs um viðbrögð við ofbeldi gagnvart börnum.

Undir liðnum "Athuganir" eru upplýsingar um þær stöðluðu skimanir sem lagðar eru fyrir öll börn í leikskólanum.

Þá má sjá hagnýtar upplýsingar um foreldrafélagið, matseðil leikskólans fyrir hvern mánuð og myndir og upplýsingar um starfsfólkið hér á yfirlitsstikunni efst á síðunni og atburðardagatal hér til hægri.

Hver deild er með sitt svæði fyrir fréttir og myndefni og verður lykilorð fyrir þetta skólaár gefið út fljótlega.

Við leggjum mikla áherslu á að foreldrar fylgist vel með upplýsingum á heimasíðunni okkar og hvetjum ykkur til að gefa ykkur tíma til að setjast niður með barninu ykkar og skoða myndir frá starfi leikskólans.Útiskóli hjá elstu börnunum

Síðustu ár hefur verið hefð fyrir því að elstu börnin í Læk útskrifist í lok maí og hefji nám í Útiskólanum okkar strax í júní. Þá eiga þau aðsetur á Lækjarvöllum, sem annars er nýttur sameiginlega af öllum deildum yfir vetrartímann. 


Námið i útiskólanum er fjölbreytt og byggist mikið á vettvangsferðum. Börnin koma með bakpoka og aukaföt með sér í leikskólann og smyrja sér gjarnan nesti áður en þau leggja af stað í langferðir. Í ár hafa börnin heimsótt Landhelgisgæsluna, Húsdýragarðinn, Kraftvélar, Ljósmyndasafnið, Árbæjarsafnið, farið í Maríuhella í Heiðmörk,farið upp í Hallgrímskirkjuturn, heimsótt fjölmarga leikvelli á höfuðborgarsvæðinu og nýtt það skemmtilega umhverfi sem Kópavogsdalurinn hefur upp á að bjóða.

Hér má sjá nokkrar myndir.

  

 

  


 Þetta vefsvæði byggir á Eplica