Nóvember 2021Í nóvember eigum við að ræða um dýrin á Íslandi. Í þessu verkefni verður notuð íslensk tónlist sem fjallar um íslensk dýr. Úrvinnsla verkefnisins er frjáls, en börnin verða hvött til að teikna dýrin eða móta úr trölladeigi. Við munum skrifa fyrstu stafina sem hvert dýr á. Einnig verða lesnar bækur sem fjalla um dýralíf á Íslandi. Börnin munu setja dýrin á vegginn. Október 2021Í næsta verkefni töluðu börnin um fjölskyldu sína og teiknuðu hana. Pattý gerði myndband þar sem hægt er að sjá allar fjölskyldur barnanna. Vimeo var hengt upp á eTwinning og á heimasíðunni. Í næsta verkefni málaði hvert barn húsið sitt á pappa. Börnin klipptu og skreyttu húsið með sellófan. Þau máluðu húsin með akrýlmálningu. Börnunum var frjálst að setja húsið sitt þar sem þau vildu á vegginn, sum settu húsið sitt nálægt húsi vina sinna en önnur settu húsið sitt upp í geiminn. Í lokin gerði Pattý myndband við hvert hús og var myndbandið sett á eTwinning-síðuna og myndbandið var einnig sett á heimasíðuna. Annað verkefni í október var að börnin áttu læra um borgina sína. Til þess ræðum við í stofunni um umhverfi okkar (sem er Kópavogur) og nefnum þá staði þar sem við höfum öll komið. Rætt var um bókasafnið, bakaríið, Smáralindina, Kökuhúsið, garðana og leikskólana. Börnin unnu verkefni ein eða í pörum. Verkin sýna byggingar Kópavogsbæjar á pappa og þær eru skreyttar með sellófanpappír, í lokin máluðu börnin þær og merktu hverja byggingu með nafni og límdu þær síðan á vegginn okkar. September:Þessi mánuður var notaður til að undirbúa verkefnið. Kennararnir settu maskínupappír á einn vegg skólans og börnin 2016–2018 skreyttu vegginn til að nota hann sem bakgrunn fyrir verkefnið sitt. Í þeim bakgrunni máluðu þau heiminn með himni og jörð Farið var með börnin í skoðunarferð til að rannsaka umhverfi skólans, og jafnframt til þess að safna hugmyndum um hvernig heimurinn okkar er. Teknar voru myndir og blóm voru sótt til þess að hafa til skrauts. Kennararnir settu maskínupappír á einn vegg skólans og börnin máluðu þar heiminn, himininn fyrir ofan, grasið og eldfjöllin fyrir neðan.
Börnin máluðu líka tré, laufblöð og blóm til að skreyta vegginn og til að líkja eftir heiminum. Þar munum við setja verkin okkar og í lok verkefnisins mun veggurinn gefa okkur mynd af því hvernig heimurinn okkar er. Október: Í næsta verkefni töluðu börnin um fjölskyldu sína og teiknuðu hana. Pattý gerði myndband þar sem hægt er að sjá allar fjölskyldur barnanna. Vimeo var hengt upp á eTwinning og á heimasíðunni. Í næsta verkefni málaði hvert barn húsið sitt á pappa. Börnin klipptu og skreyttu húsið með sellófan. Þau máluðu húsin með akrýlmálningu. Börnunum var frjálst að setja húsið sitt þar sem þau vildu á vegginn, sum settu húsið sitt nálægt húsi vina sinna en önnur settu húsið sitt upp í geiminn. Í lokin gerði Pattý myndband við hvert hús og var myndbandið sett á eTwinning-síðuna og myndbandið var einnig sett á heimasíðuna. Annað verkefni í október var að börnin áttu læra um borgina sína. Til þess ræðum við í stofunni um umhverfi okkar (sem er Kópavogur) og nefnum þá staði þar sem við höfum öll komið. Rætt var um bókasafnið, bakaríið, Smáralindina, Kökuhúsið, garðana og leikskólana. Börnin unnu verkefni ein eða í pörum. Verkin sýna byggingar Kópavogsbæjar á pappa og þær eru skreyttar með sellófanpappír, í lokin máluðu börnin þær og merktu hverja byggingu með nafni og límdu þær síðan á vegginn okkar. |