Þemavika með Heimsmarkmiðin að leiðarljósi

Börnin á Álfhóli og Víghóli bjuggu til þrjár jarðir úr pappamassa og máluðu og nýttu þær til að skreyta leikskólans í anda markmiðanna. 
Við kynntumst markmiðunum með því að klippa niður myndir með hverju markmiði fyrir sig og börnin völdu sér eitt markmið. Þessar myndir hengdum við svo upp á veggi leikskólans ásamt skrauti sem börnin föndruðu. 

Börnin bjuggu til sögur um hvernig væri hægt að gera heiminn betri en hann er og myndskreyttu þær. Við ígrunduðum orð eins og súrefni, hreint vatn, jörð og fleira.
 
Fleiri verkefni voru unninn inná deildum tengd Heimsmarkmiðunum. Fljótlega verður hægt að lesa um hvað var gert á hverri deild undir flipanum Heimsmarkmið á heimasíðu leikskólans. 
Fréttamynd - Þemavika með Heimsmarkmiðin að leiðarljósi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn