Varðandi covid -19

Sælir kæru foreldrar í Læk. Eftirfarandi ákvörðun hefur verið tekin frá menntasviði Kópavogsbæjar
 
 Tekið verður á móti ÖLLUM börnum úti næstu daga.

1.      Klæðið börnin mjög vel og eftir veðri (betra meira en minna).
2.      Börnin eiga að vera búin að borða morgunmat heima
3.      Það verður ávaxtastund eftir útiveru.
4.      Ef þið komið eftir 9.00 þá á að hringja inn á deild og starfsfólk kemur í útidyrahurðina og sækir barnið.
5.      Þið komið ekki inn í fataherbergið að svo stöddu.
6.      Það verður einnig skilað úti í lok dags.