Heimsókn Unicef í leikskólann Læk

Miðvikudaginn 24. mars fengum við aldeilis skemmtilega gesti í heimsókn til okkar í leikskólann. Pétur og Hanna Borg höfðu samband við okkur en þeim langaði að kynnast verkefninu okkar um barnasáttmálann og barnaþing. Elstu börnin á Álfhól, Pattý og Kristín Laufey tóku á móti þeim með bros á vör. Pétur og Hanna Borg tóku þátt með okkur í barnasáttmálanum þar sem börnin sýndu þeim hvað við erum að fást við og hvernig við fléttum gildin inn í leikinn og lærum um réttindin okkar. Pétur spurði börnin hvað þau eru að læra um í barnasáttmálanum og börnin svöruðu stolt: Við lærum um réttindin okkar. Pétur og Hanna Borg sátu einnig með okkur eitt barnaþing þar sem þau tóku þátt í að skipuleggja afmæli Lækjar með lýðræðislegum hætti. Þar vorum við meðal annars að kjósa um hvaða skreytingar við ætlum að hafa og hvaða mat við viljum fá. Kristín Laufey leikskólastjóri mun svo fá tillögurnar okkar á blaði og leggja fyrir stjórnendateymi leikskólans. Við þökkum kærlega fyrir þessa skemmtilegu heimsókn og vonandi hittum við þau aftur einhvern daginn. 

Fréttamynd - Heimsókn Unicef í leikskólann Læk Fréttamynd - Heimsókn Unicef í leikskólann Læk Fréttamynd - Heimsókn Unicef í leikskólann Læk Fréttamynd - Heimsókn Unicef í leikskólann Læk

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn