Fréttir

Fyrirsagnalisti

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2017 – 2018

Við biðjum foreldra barna fædd árið 2011 að kynna sér vel þessa orðsendingu frá Menntasviði Kópavogs. 

Innritun 6 ára barna (fædd 2011) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is

Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2017 og stendur hún til 8. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. 

Haustið 2017 munu skólar hefjast með skólasetningardegi þriðjudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skal sækja um á íbúagátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.

Menntasvið Kópavogsbæjar 

nóvember

Í nóvember var mikið um að vera hjá okkur á Víghól. Árgangur 2011 fór að skoða Sorpu í Gufunesi og árgangur 2012 skoðaði Sorpu á Dalvegi. Þetta voru skemmtilegar og fræðandi ferðir fyrir börnin.

Slökkviliðið kom í heimsókn og hitti elstu börnin okkar. Slökkviliðið var með fræslu fyrir börnin, síðan sýndu þeir börnunum slökkviliðsbúning og  það sem honum fylgir. Eftir það fengu börnin að fara út og skoða sjúkrabílinn. Þessi heimsókn vakti mikla lukku hjá börnunum og fóru allir heim með möppu og viðurkenningu.

Í leikskólanum skiptast eldri börnin á að vera brunaverðir. En þeirra hlutverk er að að vera með mánaðarlegt eftirlit í öllum leikskólanum. Það þarf að huga að útiljósum, flóttaleiðum, slökkvitækjum, brunaviðvörunarkerfinu, innihurðum með pumpum og skoða ruslasöfnun. Alltaf í byrjun mánðarins eru fjórir krakkar brunaverðir, tveir frá Víghól og tveir frá Álfhól. Krakkarnir fá viðeigandi vesti þegar þau fara í eftirlitsferðina með Óla.

Við fórum í vináttugöngu með Smáraskóla og Arnarsmára í Smárann. Þar sungum við og dönsuðum saman og áttum góða stund saman.

Árgangur 2011 fór á Landnámssýningu í miðbæ Reykjavíkur. Krakkarnir fengu að leika sér með dót sem var til á landnámsöld ásamt því að fræðast um það hvernig húsin voru þá, hvað dýr fólkið átti þá og hvernig það veiddi sér til matar.

Árgangur 2012 fór að skoða Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þar skoðuðum við marga fugla, fiska og ýmislegt fleira.

Elstu börnin fóru í heimsókn í Smáraskóla og hittu börn og kennara fyrsta bekkjar og gekk sú heimsókn ljómandi vel, börnin voru til fyrirmyndar. Þau lituðu og klipptu út jólakúlur og hengdu á jólatréið. Síðan sungum börnin saman í miðrými skólans við undirleik tónlistarkennara.

Við fórum í Guðmundarlund og áttum þar frábæra samverustund. Við fórum í gönguferð í skóginn og sáum kanínur. Síðan fengum við kakó og rjóma, og kleinur.

Víghóll stjórnaði samsöng í byrjun desember og sungu við fullt af jólalögum og skemmtum okkur vel saman.

Við erum búin að vera mjög dugleg að æfa okkur í Lubba og alltaf kemur hann með fleiri stafi.Við æfum okkur í að bera fram hljóðið sem stafurinn segir . Stafur vikunnar er Ff. Við höfum líka verið að láta börnin finna orð sem byrja á þeim staf sem við erum að læra um.

Undanfarið höfum við haft jólakósý, hlustað á jólalög og föndrað jólaskraut.

Blær ætlar að ræða um hugrekki, umburðarlyndi og virðingu í þessari viku

Kveðja frá öllum á Víghól


 

 

októberfréttir

Árgangur 2012 fór í Gerðasafn að skoða listasýningar, ferðin gekk vel og börnin höfðu gaman af. Við héldum upp á bleika daginn 14 okt. og þá var samsöngur.  Árgangur 2011 fór á Sjóminjasafnið og fékk að skoða varðskipið Óðinn.  Það var mjög gaman og börnin voru mjög áhugasöm allan tímann.


Við viljum þakka fyrir mjög góða mætingu á foreldrafundinn en við lentum í 3 sæti í keppninni.  Við vorum með bestu mætinguna hér í Stóra –Læk.


 Mikilvægt er að ganga vel frá útifatnaði barna í lok dags, svo börnin komi að þurrum fatnaði  daginn eftir. Nauðsynlegt er að hafa tvö pör af góðum vettlingum og aðrir séu pollavettlingar. Nú er einnig nauðsynlegt að hafa kuldagalla barnanna í fatahólfinu ásamt því að passa upp á að börnin séu með hlý föt.  Ekki gleyma aukakössunum, það þarf líka að fylla á þá.

 Í Lubba erum við erum búin að vinna með hljóðið D-d,  Íí – Ýý og Úú. Í þessari viku er hljóðið V-v á dagskrá.


Í dag var Náttfata – og bangsadagur hjá okkur. Árgangur 2011 fór í Smárann. Við héldum diskótek og síðan var settur upp bangsaspítali.

Það koma nýjar myndir inn á myndasíðuna í lok vikunnar.

Kveðja allir á Víghól

Brúðukistan

Þjóðleikhúsið bauð elstu börnunum í heimsókn í leikhúsið þar sem þau eru leidd inn í töfraheim brúðuleikhússins. Við fengum að sjá örstutt ævintýri úr smiðju hins þekkta brúðumeistara Bernds Ogrodniks. Við tókum strætó fram og tilbaka.


Lubbi finnur málbein

Tvö ný hljóð hafa bæst við í Lubba en það eru Bb og Nn. Í þessari viku er það svo hljóðið Dd sem við erum að vinna með

Nýr kennari á Víghól

Ólafur Kári hefur hafið störf á Víghóli. Ólafur Kári vann hjá okkur í fyrra vetur og þekkir því hópinn og kann vel til verka. Við bjóðum hann velkominn til starfa.


september

Árgangur 2011 sá um að gefa hlaupurum í Smáraskólahlaupinu vatn á vatnsstöðinni okkar við Lækjavöll. Árgangur 2012 var í hvatningaliðinu inn á Lækjavöllum með á hlaupinu stóð.


Árgangur 2011 fór í Smárann 29. september í góða hreyfistund. Við fórum í leiki og lékum okkur með bolta, húllahringi og dansi. Hegðun barnanna var til fyrirmyndar og var haft orð á því að þarna væri sérstaklega hljóðlátur og stilltur hópur.


3 drengir áttu afmæli í mánuðinum Alan varð 4 ára, Gabríel Ingi og Benoný 5 ára. Við óskum þeim til hamingju.Lína langsokkur í heimsókn

Í morgun kom Lína Langsokkur í heimsókn til okkar. Hún var lífleg og sterk eins og henni einni er lagið. Hún gat meira að segja lyft Arnari Frey sem er jafn þungur hesti. Í útikennslu höfum við farið í gönguferðir og safnað efniviði úr náttúrunni. Þetta munum við nýta í myndsköpun og nú þegar eru öll börnin búin að gera sitt tré. Við erum byrjuð í blæstundum og erum aðeins að kynna þetta fyrir hópnu; Læra að hlusta, passa vel upp á Blæ, segja frá, skoða verkefni og fara í nuddstund. Við erum að vinna með Lubba og búin að læra A hljóð og M hljóð með táknum.

ágúst

Nú erum við komin á gott ról eftir gott sumarfrí. Við höfum notið veðurblíðunnar og leikið mikið úti við. Við erum að raða börnum niður í hópa og skipuleggja starf vetrarins.

Þrjú börn áttu afmæli í ágúst þau Unnur Birta sem varð 4 ára og Linda og Björgvin Arnar 5 ára. Við óskum þeim til hamingju.  Patricia kennari á Álfhóli er kominn í hlutastarf á Víghól. Hún verður hjá okkur á mánu- þriðjudögum og eftir hádegi á föstudögum. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.

Sumardagar

Við erum virkilega búin að njóta þess að vera saman þessa sumardaga. Við höfum leikið vítt og breytt. 1. júlí fórum við í göngu og gæddum okkur á ís sem foreldrafélagið Grágæs bauð upp á. 5. júlí fórum við í strandferð á ylströndina í Garðabæ. Það var fjara þannig að ekki var mögulegt að baða. Við nýttum hinsvegar þá polla sem voru í sandinum og nutum þess að moka, sulla, kanna og upplifa.

Emilía Ósk kvaddi okkur í gær þar sem hún byrjar á nýjum leikskóla eftir sumarleyfi. Ástrós unglingurinn okkar kvaddi einnig í gær en hún hefur verið hjá okkur á Víghóli í sumar.  Á morgun kveðja þeir Oliver Breki og Óli Þór sem eru einnig að skipta um leikskóla. Við þökkum þeim samveruna og óskum alls hins besta. Sóley flytur sig yfir á Lækjavöll á morgun þar sem hún mun vinna á gæsluvellinum í sumarfríinu.

Á morgun 8.júlí lokar leikskólinn á hádegi og við tekur fjögurra vikna frí. Við óskum ykkur gleðilegs sumarleyfis og hlökkum til að hittast aftur eftir frí.

Kristín Laufey, Gunnhildur, Sóley og Halldór


Vettvagnsferðir

Á síðustu vikum höfum við farið í tvær ferðir. Önnur ferðin var að tjörninni og hin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

Sumarhátíð

Þann 24. var haldin sumarhátíð Smárahverfis. Leikskólarnir Lækur og Arnarsmári eru saman um þessa hátíð sem haldin var á túninu við hlið Digraneskirkju. Við gengum saman í skrúðgöngu og sungum á leiðinni. Á túninu voru stöðvar þar sem boðið var upp á leiki og þrautir. Einnig voru ávaxta - og poppstöð til að metta maga. Í lok hátíðarinnar var leiksýning á vegum Götuleikhússins  í garði Lækjar ásamt því að grillaðar voru pylsur. Dagurinn gekk mjög vel og skemmtum við okkur konunglega.

Víghóll

Á Víghóli eru nú 12 börn fædd 2012 og 15 börn fædd 2011. 3 börn munu kveðja okkur í sumar en það eru Óli Þór, Oliver Breki og Emilía Ósk. Kennarar á Víghóli í sumar eru: Kristín Laufey deildarstjóri, Gunnhildur leikskólakennari, Halldór leiðbeinandi frá Þinghóli, Sóley leiðbeinandi frá Hvammkoti og Ástrós frá vinnuskóla Kópavogs.


2012                                           2011
Alan Alexandra Ósk 
Andri Snær  Ásdís Elva 
Avril Líf  Benoný 
Benjamín Þór  Björgvin Arnar 
Cezary Juliusz Brynjar Snær 
Emilía Ósk Elín Ágústa
Gerður Líf  Gabríel Ingi 
Hekla Kristín  Hallur Steinar
Ísleifur Páll  Katla Hanna 
Jón Benedict  Linda 
Óli Þór  Oliver Breki
Unnur Birta  Ragnhildur Edda
Rúnar Magni 
Sandra Rut 

Sara Björk 


Hjóladagur

Miðvikudaginn 8. júní var hjóladagur hjá árgangi 2011. Við hjóluðum eftir brautum á bílastæði leikskólans ásamt því að hjóla hringi í kringum Lækjavöll. Við fengum lögregluna í heimsókn sem fræddi börnin um mikilvægi þess að nota hjálm þegar maður hjólar. Við fengum einnig að fara inn í lögreglubíl, setja ljósin á og tala í talstöð þar sem röddin okkar heyrðist fyrir utan bílinn. Við fengum líka að prófa lögguhúfu. Sumir voru smeykir við lögrelguna og vildu ekki fara inn í bílinn. Börnunum gekk mjög vel að hjóla og fannst þetta mjög skemmtilegur dagur.

Aðlögun

Aðlögun hófst 2. júní og gengur ljómandi vel. Við fengum í hópinn okkar börn frá Hvammkoti og Þinghóli. Við höfum nýtt tímann vel í útiveru, á heimastofu og svæði. Í dag byrjuðum við svo aftur í flæði. Tvær stúlkur bætast í hópinn á mánudaginn þær Elín Ágústa sem kemur frá leikskólanum Marbakka og Ragnhildur Edda af leikskólanum Núpi.


Föstudaginn 3. júní var samsöngur með grænu ívafi sem Víghóll stjórnaði. Við fórum einnig í skóginn neðan við Digraneskirkju og horfðum þar á leikrit sem börn frá Kópavogsskóla sýndu.

Hjóladagur árgangur 2010

Börnin mættu með hjólin sín í skólann. Við hjóluðum saman 15 börn og 2 kennarar á göngustígum í dalnum. Börnin voru algjörlega til fyrirmyndar og vöktu athygli vegfarenda fyrir dugnað og samvinnu. Það voru hjólaðar tvær vegalengdir og flestir fóru lengri leiðina. Við hjóluðum að fótboltavellinum við íþróttahúsið, stoppuðum þar og lékum okkur aðeins. Hjóluðum síðan til baka og hittum stóran hóp af börnum úr Lindaskóla við tjörnina. Við hjóluðum síðan að Lækjavöllum og þar fengu börnin að hjóla hringi í kringum Lækjavöll allan daginn. Úthald þeirra var mjög gott og þau nutu þess að hjóla frjáls utan girðingar. Hópurinn var mjög prúður, þau voru tillitsöm og virtu getu hvors annars. Þetta var sérstaklega góður og skemmtilegur dagur.

Skólaheimsókn

Árgangur 2010 fór í skólaheimsókn í Smáraskóla. Börnin höfðu gert hendur sem voru límdar á vinatré í skólanum. Börnn tóku þátt í útiveru í frímínútum og borðuðu síðan nesti í heimastofu 1.bekkinga. Á meðan var lesin saga um Mjallhvít, börnin fengu líka að sjá video af kanínum með andlitum barnanna sem voru að dansa. Þau fengu að leika sér í heimastofunum og síðan var farið í samveru í miðrými skólans þar sem sungið var saman ásamt því að stelpur úr 1.bekk sungu fyrir hópinn vináttulag.

Gleðilegt sumar

Það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur á Víghóli. Í síðustu viku voru Ormadagar, menningarhátíð barna í Kópavogi. Við sóttum ýmsar uppákomur og má þar nefna; Ormur gormu í bókasafninu þar sem við fengum fræðslu um orma. Við fengum að heyra ormasögu og skoða lifandi orma í bökkum og smásjá. Við fórum á Kung Fu Panda námskeið þar sem við lærðum nokkur Kung Fu spor. Árgangur 2010 fór síðan á tónleika í salnum þar sem við fengum að kynnast m.a. tónlist frá Indlandi. Þar sem menningarhátíðin var fyrir öll börn í Kópavogi var stundum erfitt að komast með strætó, við fórum því stundum gangandi í Hamraborgina og gekk það mjög vel.

Gul vika

Nú er gulri viku að ljúka en hún endaði á samsöng í morgun. Mörg börn hafa verið veik heima þessa vikuna. Á þriðjudaginn síðasta fengum við íþróttaálfinn og Sollu stirðu í heimsókn. Við áttum með þeim góða hreyfistund í Mýrinni. Heimsókn þeirra var í boði foreldrafélagsins. Vinnustundir í Vináttuverkefninu ganga vel. Hver hópur fer í vinnustund einu sinni í viku. Við skráum inn hér á heimasíðu Lækjar undir Blær og vinátta hvað við erum að gera í hverri stund. Við hvetjum ykkur að fylgjast með því sem við erum að vinna með hverju sinni. Þannig næst bestur árangur. Við erum byrjuð að gera páskaskraut og gerðum m.a. skrautlegar garnakúlur.  


Sara Björk verður 5 ára á morgun 12.mars og óskum við henni til hamingju með daginn.

Blær

Foreldrar allra barna á Víghóli hafa fengið fræðslu um vináttuverkefni Barnaheilla og því ber að fagna. Á degi leikskólans 5.febrúar fengum við á Víghóli póstsendingu. Það var rauður kassi sem kom alla leið frá Ástralíu. Í kassanum var Blær og fylgdi honum bréf til barnanna þar sem Blær óskar eftir því að fá að taka þátt í vinnu okkar með vináttuverkefni Barnaheilla. Við höfum skipt barnahópnum í þrennt og munum fara í vinavinnustundir einu sinni í viku. Vinnustundirnar byrjuðu mánudaginn 29.febrúar.


Hópaskipting

mánudagar kl. 9:30

Birkir Logi, Birkir Þór, Guðrún Emma, Jónína Karen, Julia Rozalia, Nadía Dís, Sindri Sófus og Snædís Arna.

miðvikudagar kl. 9:30

Agnes Freyja, Alexandra Ósk, Ásdís Elfa, Brynjar Snær, Hallur Steinar, Linda, Rúnar Magni, Sandra Rut og Sara Björk.

fimmtudagar kl. 9:30

Eldar Örn, Kolbrá Jökulrós, Markús, Sigrún Helga, Skarphéðinn Þór, Sólveig Lára og Þórdís Lilja.Þetta vefsvæði byggir á Eplica