Fréttir

Fyrirsagnalisti

Desember

Það er margt sem við höfum gert í desember. Fyrsta dag mánaðarins var haldinn rauður dagur. Það var söngurfundur í boði Hvammkots. Það voru bara sungin jólalög þennan dag og sungu allir hátt og snjallt. Nokkrum dögum seinna var farið í Guðmundarlund. Það var alveg einstaklega gott veður þennan dag. Við byrjuðum á því að setjast niður saman í eitt af grillhúsunum á staðnum. Þar fengum við okkur heitt súkkulaði og kleinur. Síðan var farið í göngutúr upp í skóginn. Það fundum við risavaxið jólatré sem við prófuðum að dansa í kringum. Mjög skemmilegt að dansa svona úti í náttúrunni. Þegar það var búið lékum við okkur í snjónum þangað til haldið væri heim á leið.

14. des var hin árlega kirkjuferð í Digraneskirkju. Þar sýndu elstu börnin helgileikrit og sungin voru nokkur jólalög. Eftir kirkjuferðina var boðið upp á heitt súkkulaði og kökur í leikskólanum.

Góðverka vikan er í desember og vorum við svo ótrúlega heppin að við fengum bækur gefins sem við pökkuðum inn og fórum með Smáralind. Þar merktum við pakkana áður en við settum þá undir stóra jólatréið þar, við kíktum líka á mörgæsirnar dansandi sem eru í Smáralindinni. Þetta var mjög notaleg ferð.

Jólaballið var að sjálfsögðu á sínum stað. Það var búið að setja upp jólatré í kringlunni. Allir mættu í sínu fínasta pússi. Myndaðir voru stórir hringir í kringum jólatréið og sungu allir hátt og snjallt jólalögin sem við vorum búin að æfa okkur á allan desember mánuð. Kjetkrókur kíkti í heimsókn og dansaði með okkur nokkur lög, áður en hann hvarf á braut gaf hann okkur pakka sem við fórum með inn á heimastofu og opnuðum þar. Þegar allir vorum búnir að opna pakkana fórum við aftur fram og horfðum á leikritið um trú, von og kærleik. Leikritið var í boði kennara Lækjar. Eftir hádegi fóru svo allir út að leika í snjónum.

Dagurinn í dag var rólegur. Fyrir hádegi var horft á Jólastund með Skoppu og Skrítlu inn á heimastofu. Eftir hádegi fóru allir út að fá sér frískt loft í yndislega veðrinu.

Vikan 17-21

Í þessari viku hefur hópastarfið litast af deginum í dag, pylsudeginum mikla. Það voru búin til veski og peningar svo hægt væri að versla matinn í dag. Mikil eftirvænting var í morgun og fannst sumum erfitt að bíða fram að hádegi. Öllum fannst mjög gaman að fara versla í sjoppunni sem búið var að setja upp í matsal og borðuðu lang flestir yfir sig, enda er þessi dagur bara einu sinni á ári.

Þökkum fyrir góða viku.

Stór vika yfirstaðin

Í þessari viku hefur mikið verið um að vera hjá okkur. Eins og allir vita var Bolludagurinn á mánudaginn og fengum við okkur rjómabollur í nónhressingunni. Daginn eftir var svo Sprengidagur og þá var saltkjöt og baunir í matinn. Allir borðuðu vel af þeim ágæta mat. Síðan en ekki síst kom Öskudagurinn á miðvikurdaginn. Hann byrjaði á því að allir sem vildu voru málaðir í framan, siðan klukkan 10 var dansaður Kónga um allan leikskólann og líka smá úti. Þegar dansinum lauk tók við að slá köttinn út tunnunni. Úr henni komu litlir snakkpokar sem allir fengu til að gæða sér á að á meðan horft var á Dýrin í Hálsaskógi. Í dag var svo blár dagur og söngfundur. Þar tóku allir vel undir þegar nýja eurovisionlagið var sungið. Þökkum öllum fyrir frábæra viku og hlökkum til að sjá alla káta í þeirri næstu.

Mikið um að vera

 

IMG_6685Það er mikið búið að vera að gera hjá okkur. Bangsa og náttfatadagurinn var skemmtilegur. Það komu margir, mjúkir og vingjarnlegir vinir í heimsókn til okkar. Það var haldið ball fyrir ávaxtastund og val. Síðan var hefðbundinn dagskrá þar sem vinum  (bangsar) var boðið að vera með.

IMG_6649IMG_6651IMG_6673

 

 

 

 

 

 

Vikur seinna var brúnn dagur og stjórnaði Hvammkot söngfundi þennan dag. Við vorum búin að velja okkur lög sem okkur langaði að syngja og voru þau gamli Nói passar börn, Þú skalt klappa ef þú hefur létta lund. Við erum búin að ákveða að við ætlum að æfa lagið Ég er sko vinur þinn fyrir næsta söngfund sem er í byrjun næsta mánaðar.                                                                     

 Hópastarfið hefur gengið vel, þrátt fyrir veikindi hjá börnum.  Hóparnir hafa allir haldið sínu striki og gert margt og mikið skemmtilegt í hópatíma. Skotmói hefur líka mikið verið notaður. 

Nú er komið að skipulagsdögunum tveimur og þökkum við öllum fyrir hjálpina, vonum að þið eigið eftir að hafa það notalegt þessa daga og svo sjáumst við öll hress og kát í næstu viku.  Kveðja Allir á Þinghól

 

Fréttir 8. okt 

 

Í morgun fórum við öll út í snjóinn að leika, við slepptum vali, fengum okkur ávexti og skelltum okkur út. Það skemmtu sér allir konunglega. Margir smökkuðu smá snjó enda langt síðan síðast. ;)

Í þessari viku byrjaði hópstarfið okkar. Í gær, mánudag fóru hópur 1 og hópur 2 í hópastarf. Það er ekki búið að velja nafn á hópana en um leið og það gerist verða nöfnin sett hér inn.Þetta vefsvæði byggir á Eplica