Fréttir

Fyrirsagnalisti

Náttfata, bangsadagur o.fl.

Við á Lynginu erum búin að bralla margt skemmtilegt saman í október.  Við byrjuðum með hópastarf og hefur það gengið vel.  Í hópastarfi erum við búin að taka okkur ýmislegt fyrir hendur s.s. mála, spila, fara í gönguferð og fara í Könnunarleik.

     Sl. föstudag var alþjóðlegi bangsadagurinn og í tilefni hans vorum við með náttfata og bangsadag í leikskólanum.  Dagurinn var að mestu hefðbundinn leikskóladagur og að sjálfsögðu fengu bangsarnir að fylgja börnunum í leik og starfi.  Við vorum með náttfata og bangsaball ásamt Laufinu fyrir hádegismat og var það mikið fjör.  Í samverustund e.h. var svo aftur stigin dans.  Við dönsuðum við hin ýmsu lög s.s. Prumpulagið og Latarbæjarlögin.

     Annars gengur allt vel.  Börnin verða öruggari með hverjum degi sem líður.  Þau eru rosalega dugleg og búin að tileinka sér vel leikskólarútínuna.  Börnunum finnst mjög skemmtilegt að fara út að leika og höfum við suma daga, ef veðrið er gott, farið tvisvar út.  Eins eru börnin dugleg að leika sér inni og finnst þeim mjög gaman að fara í Móa eða í Listaskála til að leika.  Við erum að syngja mörg skemmtileg lög í samverustundunum s.s. Ljónalagið, Tröllalagið, Gjuggí bú, Tombai, Dúkkan hennar Dóru og Uglulagið.

     Það var eitt afmælisbarn í október á Lynginu.  Hún Karen Eva var 2 ára 17.október sl.  Við á Lynginu óskum henni innilega til hamingju með afmælið.

 

Kær kveðja frá öllum á Lynginu 


 

Október 2017

Af okkur á Lynginu er allt gott að frétta.  Aðlögunin hefur gengið vel og eru börnin alltaf að verða öruggari með hverjum deginum.  Hópastarfið okkar byrjaði í vikunni og gekk það mjög vel.  Verkefni vikunnar var að mála bleikar myndir í tilefni af bleika deginum sem er einmitt í dag.  Búið er að hengja upp myndirnar á heimastofu.  Því miður var lokað á Lynginu í dag þannig að ekkert varð úr samsöngi og opnu flæði en við tökum bara samsönginn með trompi í næsta mánuði. 

     Við erum búin að vera dugleg að fara út að leika og finnst börnunum það alltaf jafn skemmtilegt.  Rólurnar eru gríðalega vinsælar og væri stundum gott að hafa nokkur sett í viðbót í garðinum:)  Eins er alltaf vinsælt að fara í sandkassann og búa til kökur. 

     Í samverustund í þessari viku voru við að gera margt skemmtilegt.  Við vorum að syngja mörg skemmtileg lög og  spila á hristur.  Einnig voru við að lesa loðtöflusögu um hana Dóru. 

    Takk fyrir skemmtilega viku.  Sjáumst hress í þeirri næstu.  Góða helgi. 

Kær kveðja frá öllum á Lynginu.

Afmæli, íþróttahátíð og fl.


Við höfum verið að bralla margt skemmtilegt saman á Lynginu sl. vikur.   Við héldum upp á afmæli leikskólans en hann var 23 ára þann 11. maí sl.  Við fengum pizzu og safa í hádegismat og e.h. þá var opið hús þar sem foreldrar og aðrir gestir gátu komið og skoðað verk eftir börnin.  Boðið var upp á smákökur sem börnin höfðu bakað auk annara kræsinga.

     Haldin var íþróttahátíð 23. maí í leikskólanum.  Við vorum að gera margt skemmtilegt þar s.s. hoppa á litlu trampolíni, ganga á jafnvægislá, kríta, leika með bolta og dansa.  Að hátíðinni lokinni þá fengu öll börnin lítið viðurkenningarskjal.  Mjög skemmtilegur dagur og frábært veður:)

    Nú fer að styttast í að stór hluti af barnahópnum flyti yfir á Stóra Læk.  Við höfum verið mjög dugleg síðustu vikur að fara með litla hópa í heimsókn bæði til að leika inni og úti.  Þetta hefur gengið mjög vel og eru börnin mjög spennt að fara yfir á Stóra Læk til að leika.  Við höfum verið dugleg að fara út að leika í góða veðrinum og höfum einnig verið að fara með litla hópa í stuttar göngurferðir í hverfinu.  Börnunum finnst mjög gaman að fara í gul vesti og komast aðeins út fyrir leikskólagarðinn.

     Eitt barn átti afmæli í maímánuði.  Aron Leví átti afmæli 10.maí og varð 2 ára.  Við á Lynginu óskum honum innilega til hamingju með afmælið.


Kær kveðja allir á Lynginu.


Marsmánuður:)

Það er allt gott að frétta af okkur á Lynginu og hefur margt skemmtilegt verið að gerast hjá okkur sl. mánuð.  Fjörið byrjaði  á öskudaginn.  Þennan dag mættu börn og kennarar í furðufötum/náttfötum/íþróttafötum og gerðu sér glaðan dag.  Margt skemmtilegt var gert s.s. dansa, slá köttinn úr tunninni og Latarbæjarbíó.

     Við fengum góða heimsókn 13.mars sl. en Íþróttaálfurinn og Solla Stirða komu til okkar í leikskólann og gerðu með okkur hinar ýmsu leikfimisæfingar.  Í fyrstu sátu börnin alveg stjörf og horfðu á átrúnarðargoðið leika listir sínar.  En ekki leið á löngu þar til þau fóru að taka þátt. 

     Pulsudagurinn mikli var haldinn hátíðlegur 17.mars sl.  Fyrir þennan dag höfðu börnin búið til, í hópastarfi, veski og peninga.  Útbúin var pulsusala í miðrými leikskólans þar sem börn og kennnarar gátu komið og keypt sér pulsu og safa.

     Fjögur börn áttu afmæli þennan mánuðinn.  Sunneva Ósk átti afmæli 3 mars og varð 2 ára, Viktor Örn átti afmæil 6.mars og varð 2 ára og Ísabella Eik og Rúnar Örn áttu afmæli 23. mars og urðu einnig 2 ára.  Við á Lynginu óskum þeim öllum innilega til hamingju með afmælin:)

 

Kveðja allir á Lynginu

Þorrablót

Í dag var haldið þorrablót í leikskólanum.  Börnin voru búin að búa til þorrablótshatta sem þau skörtuðu í tilefni dagsins.  Við hittum börnin á Laufinu fyrir hádegismatinn og sungum með þeim lögin: Nú er úti norðanvindur, Ó hangikjöt, Á þorrablóti er gleði og gaman, Krummi krunkar úti og matarlagið. Í matinn fengum við þorramat (hangikjöt, slátur, kartöflur, flatkökur, harðfisk, sviðsultu, súra punga og hárkarl).  Þannig að allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi.  Einhverjir lögðu í hárkarlinn og voru nokkur börn sem þótti hann meira segja bara nokkuð góður:)

     Annars hefur vikan gengið vel og eru bæði börn og kennarar að skila sér aftur í leikskólann eftir veikindi.  Við erum búin að vera dugleg að fara út að leika og í morgun bjuggum við til fínan snjókarl í garðinum okkar.  Guli og Rauði hópur fóru í heimsókn á Stóra-læk í vikunni og voru að leika sér þar í garðinum.  Við lögðum líka inn fullt af táknum (tmt) í þessari viku og eru börnin gríðarlega spennt fyrir þeim.  Hafið það sem allra best um helgina.

Kær kveðja frá öllum á Lynginu.

Janúarbyrjun

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir árið sem var að líða.  Föstudaginn 6. janúar var vasaljósadagur og máttu börnin koma með vasaljós í leikskólann og leika með.  Við nýttum myrkrið um morguninn og notuðum vasaljósin og jólaljósin til að lýsa upp herbergin.  Við bjuggum til tjald úr skilrúmum og teppum og fórum með vasaljósin inn í það.  Þennan sama dag var hvítur dagur í leikskólanum og samsöngur með börnunum á Laufinu.  Eftir samsönginn var svo opið flæði á milli deilda. 

      Það eru tvö börn búin að eiga afmæli á Lynginu.  Hún Tiffany Líf átti afmælið 2.janúar og varð þriggja ára og hann Hinrik Nóel átti afmæli 14.janúar og var tveggja ára.  Við á Lynginu óskum þeim innilega til hamingju með afmælin.

     Annars er bara allt nokkuð gott að frétta af okkur á Lynginu.  Við höfum verið  dugleg að fara út að leika okkur og hafa nokkrir hópar farið yfir á Stóra Læk að leika í garðinum þar.  Inni höfum við líka verið að gera margt skemmtilegt s.s. mála, leika, kubba, pússla og dansa.  Það er mjög vinsælt þessa dagana að fara inní Rjóður (herbergið inn af heimastofunni) og dansa saman.  Vinsælustu lögin eru Prumpulagið, Súpermanlagið og svo að sjálfsöguð vinir okkuar í Latabæ:)

Kær kveðja allir á Lynginu.

Gleðileg Jól

Það er allt fínt að frétta frá okkur á Lynginu.  Við héldum jólaball 16.desember sl. og var mikið sungið og dansað kringum jólatré.  Hann Bjúgnakrækir kíkti í heimsókn til okkar og söng með okkur nokkur lög.  Síðan gaf hann öllum börnum smá jólapakka sem í var jólasveinalitabók.  Börnin voru alsæl með heimsóknina og alls ekkert hrædd við þennan rauðklædda gest.  Í hádeginu var svo hangikjöt og meðlæti og fengu börnin ís í eftirmat.

     Loksins kom snjórinn til okkar og erum við búin að vera dugleg að fara út að leika.  Flest barnanna eru hrifin af snjónum og finnst hann einstaklega bragðgóður:)  Það var ein afmælisstelpa hjá okkur í desember en hún Elísabet Björk átti afmæli 12.desember sl. og varð 2 ára.  Við á Lynginu óskum henni innilega til hamingju með afmælið.  Hafið það allra best.  Gleðileg jól. 

Kær kveðja frá öllum á Lynginu.           

Gaman saman:)

Við erum búin að eiga notalegar vikur saman á Lynginu.  Margt skemmtilegt hefur verið brallað s.s. samsöngur, opið flæði, piparkökubakstur, jólaföndur, leikur og útivera í góða veðrinu.  Við vorum með aðventukaffi hjá okkur sl. miðvikudag og var ánægjulegt að sjá hversu margir höfðu tök á því að koma og eiga notalega stund með okkur.  Boðið var upp á heitt súkkulaði með rjóma, lagköku og nýbakaðar piparkökur sem börnin höfðu bakað fyrir þennan dag.

     Þann 1.desember opnuðum við svo jóladagatalið okkar.  Jóladagatalið er eins og jólatré í laginu og á hverjum degi fram að jólum fær eitt barn að vera aðstoðarmaður og hjálpa til við að opna glugga á dagatalinu.  Inn í hverjum glugga er miði sem segir til um hvað við ætlum að gera í samverustundinni þann daginn.  Viðfangsefnin eru fjölbreytt og eru gjarnan með jólalegu ívafi s.s.  lesa jólasögur, syngja jólalög, fara í teiknileiki, segja frá og sýna myndir af jólasveinunum og fjölskyldu þeirra:)

     Það styttist í jólin og erum við búin að vera dugleg að syngja og hlusta á jólalög.  Við erum m.a.  að æfa okkur í að syngja: Jólasveinar ganga um gólf, Nú skal segja, Jólasveinar einn og átta, Adam átti syni sjö, Í skóginum stóð kofi einn, Gekk ég yfir sjó og land svo einhver lög séu nefnd.

Takk fyrir vikuna og eigið frábæra helgi:)

Kveðja frá öllum á Lynginu.

Fréttir frá Lynginu:)

Af okkur á Lynginu er allt gott að frétta og erum við búin að bralla margt skemmtilegt saman.  Nú erum við komin á fullt skrið með hópastarfið og gengur það mjög vel.  Í hópastarfi erum við búin að gera margt skemmtilegt s.s. mála með bílum, stimpla með höndunum kanínur og fara í hreyfingu í Kjarrinu (miðrými leikskólans).  Í síðustu viku byrjuðum við með Könnunarleikinn og var það mjög skemmtilegt.  Börnin voru alsæl að fá að leika og rannsaka allan þennan skemmtilega efnivið sem er í boði.

     Þriðjudaginn 8.nóvember sl. var baráttudagur gegn einelti og í tilefni þess hittum við börnin á Laufinu og yngstu börnin á Stóra Læk og sungum með þeim nokkur lög um vináttuna.  Að söng loknum þá kenndu börnin okkur af Stóra Læk stoppdansinn.

     Við erum búin að vera dugleg að fara út að leika í öllu þessu vatnsveðri og eru börnin alltaf jafn hamingjusöm að komast út til að sulla í pollunum.  Inni er mikið verið að leira þessa dagana og bjuggum við til brúnan leir fyrir brúna daginn sem var 4.nóvember sl.  Það er líka orðið mjög vinsælt að pússla og eru þau orðin ótrúlega dugleg að pússla allskonar pússl.  Biðjum að heilsa í bili. 

 

Kveðja frá öllum á Lynginu.

Bleikur dagur:)

Í dag er bleikur dagur og í tilefni þess mættu kennarar og börn í einhverju bleiku eða með eitthvað bleikt í fötunum sínum.  Við vorum með samsöng ásamt Laufinu um morguninn og eftir sönginn vorum við með opið flæði á milli deilda.  Fyrir þennan dag voru börnin búin að mála bleikar myndir sem við hengdum upp á veggi inn á heimastofu Lyngsins.

     Það er búið að vera gaman hjá okkur á Lynginu og eru börnin ótrúlega dugleg og yndisleg.  Þrátt fyrir mikla vætu höfum við verið dugleg að fara út.  Börnin eru alltaf alsæl að komast út að leika og finnst þeim frábært að fá að sulla í pollunum.  Við gerum líka margt skemmtilegt inni s.s. leira, pússla, kubba, teikna, perla, leika í hlutverkaleik svo eitthvað sé nefnt.  Í samverustundum erum við dugleg að syngja og er gaman að sjá og heyra hvað mörg barnanna eru orðin dugleg að syngja með okkur.  Börnunum finnst líka gaman að nota hrisstur þegar við erum að syngja og æfum við okkur þá gjarnan í að spila hratt/hægt og stoppa:)

     Við erum búin að vera með þrjú afmælisbörn (síðan síðasta frétt var skrifuð).  Halldór Hugi átti afmæli 23. september sl. og varð 2 ára, Aron Gauti átti afmæli 4.október sl. og varð 2 ára og Eivör Ósk átti afmæli 6. október sl. og varð 2 ára.  Við óskum þeim innilega til hamingju með afmælin.

     Á næsta mánudag byrjar Óliver Atli í aðlögun hjá okkur á Lynginu.  Hann er 18. og síðasta barnið sem kemur til okkar í bili.  Við á Lynginu bjóðum hann hjartanlega velkomin til okkar.  Við þökkum fyrir vikuna og sjáumst hress í þeirri næstu.  Kær kveðja frá öllum á Lynginu.

 

Appelsínugulur dagur og Lína Langsokkur

Það er nú heldur betur búið að vera margt skemmtilegt að gerast hjá okkur sl. vikurnar.  Við vorum með appelsínugulan dag fyrir viku síðan og hittum við börnin á Laufinu, í Kjarrinu (miðrými leikskólans), og sungum með þeim nokkur skemmtileg lög s.s. Dúkkan hennar Dóru, Tombai, Í leikskóla er gaman, Afi minn og amma mín og Gjuggi bú svo eitthvað sé nefnt.  Í tilefni af appelsínugula deginum bjuggum við til appelsínugulan leir og hafa börnin verið dugleg að sitja og leira.

     Í dag koma Lína Langsokkur í heimsókn til okkar.  Hún söng fyrir börnin, spjallaði og dansaði við þau.  Börnin voru mjög hrifin af henni og var Lína afskaplega ljúf og góð við þau og gaf sér góðan tíma til að knúsa þau börn sem það vildu:=)

     Aðlögun heldur áfram og á mánudaginn byrja þeir Rúnar Örn og Aron Leví hjá okkur á Lynginu.  Við bjóðum þá velkomna til okkar.  Við erum búin að vera með tvö afmælisbörn.  Haraldur Snær átti afmæli 2. september sl. og varð 2 ára og hún Klara Rún átti afmæli 13. september sl. og varð einnig 2 ára.  Við á Lynginu óskum þeim hjartanlega til hamingju með afmælin.  Takk fyrir vikuna og eigið öll góða helgi.

 

Kær kveðja frá öllum á Lynginu. 

Aðlögun:)

Við á Lynginu erum búin að hafa það gott  saman.  Það hefur fjölgað í barnahópnum en þau Aron Gauti, Elísabet Björk, Halldór Hugi, Haraldur Snær og Viktor Örn hófu leikskólagöngu hjá okkur á Litla Læk um miðjan ágúst sl.  Aðlögunin hefur gengið vel og finnst okkur alltaf jafn aðdáunarvert að sjá hvað þessi litlu kríli eru dugleg að aðlagast leikskólalífinu.  Að þurfa að aðlagst nýju fólki, nýju umhverfi og jafnvel nýrri rútínu getur verið heilmikið mál og hvað þá fyrir lítil börn.  En þau standa sig öll mjög vel.  Þannig að nú eru börnin orðin 11 á deildinni og 7 börn eftir að koma til okkar.  Á næsta þriðjudag byrja þau Hinrik Nóel, Ingibjörg Rún, Ísabella Eik og Sunneva Ósk hjá okkur á Lynginu.  Við bjóðum þau öll hjartanlega velkomin til okkkar.

     Við erum búin að bralla margt skemmtilegt þessa dagana.  Við erum búin að vera mikið út að leika og höfum farið bæði út á morgnana og eftir nónhressingu.  Börnin eru mjög ánægð að komast út að leika og fylgjast með hinum ýmsu faratækjum sem keyra eða fljúgja framhjá:)  Inni hefur bílabrautin og bílarnir verið mjög vinælt leikefni.  Það er líka alltaf vinsælt að fara í boltaleik og dansa við undirspil frá vinum okkar í Latabæ.

     Við vorum með eitt afmælisbarn 14.ágúst sl.  Hann Jónas Þór varð 2 ára þennan dag og óskum við á Lynginu honum innilega til hamingju með afmælið.  Við þökkum fyrir vikuna og sjáumst hress og kát í þeirri næstu.  Góða helgi.

 

Kveðja frá öllum á Lynginu.

    

 

Sumarhátíð Lækjar

Af okkur á Lynginu er allt gott að frétta.  Síðustu tvær vikur hafa farið í að aðlaga inn ný börn og hefur það gengið rosalega vel.  Börnin eru mjög dugleg og verða alltaf öruggari með hverjum deginum sem líður.  Veðrið hefur leikið við okkur og höfum við verið mikið úti að leika.  Inni höfum við verið að púsla, kubba, leika með bolta og elda matinn í hlutverkakróknum okkar. 

     Í dag var sumarhátíð í leikskólanum og voru við með smá skemmtun í garðinum hjá okkur á Litla Læk.  Boðið var upp á trampolín, jafnvægisslá, sápukúlur, bolta, dans og krítar svo eitthvað sé nefnt.  Yngstu börnin á Stóra Læk komu til okkar í garðinn og tóku þátt í hátíðarhöldunum með okkur.  Nokkrir unglingar úr Götuleikhúsinu komu til okkar og voru með stutta leiksýningu.  Að sýningu lokinni fórum við inn og fengum okkur grillaðar pulsur.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

 

Kveðja frá öllum á Lynginu:)

Gönguferð

Stutt vika er nú á enda komin og veðrið hefur leikið við okkur þessa þrjá daga. Börnin hafa verið mikið úti þessa daga til að njóta veðurblíðunnar. Við reynum að  nota  hvert tækifæri til að heimsækja Stóra Læk bæði inni og úti þar sem það styttist óðum í fluttning yfir.  Í dag föstudag 20. maí skeltum við okkur öll í heimsókn í garðinn hjá henni Ingu Rut og fengum að prófa trampólínið hennar og ekki þótti okkur leiðinlegt að fá rúsinur í glas á pallinum hjá henni.  Formlegt hópastarf er komið í sumarfrí en við ætlum að halda hópunum  í sumar og fara í gönguferðir og heimsóknir í nágrenninu.

Góða helgi kveðja allir á Lynginu

Lækur 22 ára

Við erum búin að eiga skemmtilega viku saman á Lynginu.  Við héldum upp á 22 ára afmæli Lækjar sl. miðvikudag og var margt skemmtilegt gert þennan dag.  Börnin fengu pizzu og djús í hádegismatinn og líkaði flestum það mjög vel.  Afmælisveilsan byrjaði e.h. með því að öll börnin á Læk, bæði stóra og litla Læk, hittust á Lækjavöllum og sungu saman nokkur skemmtileg lög.  Eftir sönginn var opið hús þar sem gestir barnanna gátu komið og skoðað hin ýmsu verk sem þau voru búin að vera að vinna um veturinn.  Boðið var upp á flottar veitingar m.a. súkkulaðibitakökur sem börnin höfðu sjálf bakað með mikilli snild:=)  Hafið það gott um helgina. 

Kær kveðja frá öllum á Lynginu

Gleðilegt sumar:)

Sæl öll og gleðilegt sumar.  Af okkur á Lynginu er allt gott að frétta.  Þrátt fyrir smá kulda, hefur veðrið heldur betur leikið við okkur og höfum við verið dugleg að nýta það til útivistar.  Hóparnir eru búnir að vera duglegir að fara í stuttar gönguferðir um nágrennið og gengur það vel.  Það er bæði mikil og góða æfing í að ganga í hóp og fara eftir fyrirmælum:).  Við erum einnig búin að vera dugleg að fara í heimsókn á Stóra Læk og eru börnin farin að kannast vel við umhverfið þar.

     Börnin eru orðin mjög dugleg að leika sér saman inni.  Risaeðlurnar sem við fengum lánaðar á Stóra Læk eru mjög vinsælt leikefni  þessa daga og eru gjarnan notaðir tómir pappakassar til að hafa sem hús fyrir þær.  Síðan er alltaf vinsælt að púsla, teikna, leika í hlutverkakróknum og kubba.

     Við vorum með eitt afmælisbarn 21. apríl sl.  Hún Magdalena Dögg varð 3 ára þennan dag og óskum við á Lynginu henni innilega til hamingju með afmælið.  Við þökkum kærlega fyrir vikuna og sjáumst hress í þeirri næstu.


Kveðja frá öllum á Lynginu   

 

Blá vika

Þessa vikuna var blá vika í leikskólanum og vorum við á Lynginu að vinna með bláa litinn í hópastarfinu.  Við bjuggum til bláa orma og bláar klessumyndir (hægt er að skoða listaverkin á heimastofunni).  Gerður  var blár leir og voru börnin dugleg að búa til ýmislegt úr honum.  Bláa vikan endaði svo með bláum degi sem var í dag.  Mörg barnanna mættu í bláu í tilefni dagsins og hittum við börnin á Laufinu í samsöng í Lautinni.  Eftir samsönginn var svo opið á milli deilda.

     Veðrið hefur heldur betur leikið við okkur í vikunni og vorum við dugleg að fara út að leika okkur.  Í gær fór svo allur hópurinn í gönguferð að andartjörninni til að gefa öndunum brauð.  Takk fyrir samveruna þessa vikuna.  Sjáumst hress í þeirri næstu.

 Kær kveðja frá öllum á Lynginu.

RUGADLGUR

Af okkur á Lynginu er allt gott að frétta.  Við erum búin að eiga góða viku saman sem endaði með góðum rugldegi.  Í tilefni dagsins mættu mörg barnanna  í einhverju rugluðu s.s. fötum á röngunni, ósamstæðum sokkum, sundfötum eða í nærfötunum yfir fötin.  Við reyndum síðan að rugla aðeins í hinu hefðbundna skipulagi deildarinnar t.d. með því að borða ávexti í samverukróknum og skipta um deild við börnin á Laufinu.  Einnig leyfðu við börnunum að velja hvar þau myndu sitja í hádegismatnum og kaffitímanum en gaman er að segja frá því að flest barnanna völdu sín sætiJ  En eigið góða helgi.  Kveðja frá öllum á Lynginu.

Latibær og gul vika:)

Vikan hefur verið viðburðarík og skemmtileg hjá okkur á Lynginu.  Síðastliðinn þriðjudag bauð foreldrafélagið upp á smá skemmtun en ekki ómerkara lið en Íþróttaálfurinn og Solla stirða mættu í heimsókn til okkar.  Íþróttaálfurinn gaf sér góðan tíma í að spalla við börnin og gerði með þeim allskonar leikfimiæfingar.  Börnin voru mjög dugleg að taka þátt og voru alsæl með þessa skemmtilegu heimsókn (búið er að setja inn myndir inn á heimasíðu).

     Í tilefni þess að það var gul vika þá vorum við að vinna með gula litinn í hópastarfinu.  Börnin bjuggu til gula páskaunga með því að mála með gulum lit undir fótinn og stimpla á blað.  Síðan límdu börnin augu, gogg og fjaðir á fuglinn sinn.  Ungarnir voru svo hengdir upp inn á heimastofu en fá svo að fara heim með börnunum fyrir páska.

     Við enduðum svo vikuna á að hafa gulan dag.  Við hittum börnin á Laufinu í Lautinni og sungum með þeim nokkur skemmtileg lög.  Við erum t.d. að æfa eitt lag núna sem heitir „Fimm ungar syntu langt í burt.“  Eftir samsöngin var svo opið flæði.

Takk kærlega fyrir vikuna og hafið það sem best um helgin.

Kær kveðja frá öllum á Lynginu. 

Dömukaffi

Í dag var dömukaffi í leikskólanum og þá buðu börnin mæðrum sínum, ömmum, systrum eða frænkum að koma og taka þátt í starfinu.  Við áttum skemmtilega stund saman og boðið var upp á kaffi, mjólk og kleinur.  Fyrir þennan dag höfðu öll börnin búið til blómamynd handa mæðrum sínum.

     Vikan hefur gengið vel hjá okkur Lynginu.  Við höfum verið dugleg að fara út að leika okkur og er mjög vinsælt að renna sér á þotum niður litla hólinn við hliðina á Lynginu.  Inni höfum við verið að gera margt skemmilegt s.s.pússla, mála, spila, búa til mat í hluverkakróknum og leika með bolta.  Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi. 


Kær kveðja frá öllum á Lynginu.Þetta vefsvæði byggir á Eplica