Fréttir

Fréttir frá Hvammkoti

Aðlögunin frá Litla Læk yfir á Stóra Læk hefur gengið mjög vel. Börnin alveg tilbúin til að koma og leika og búin að æfa sig svo vel með því að koma í heimsóknir í vor sem hefur án efa hjálpað þeim mikið til við aðlögunina. Þetta er flottur hópur sem er að koma, þau eru dugleg að leika sér bæði úti og inni, borða, og spjalla. Svo eru þau dugleg að taka til og ganga frá dótinu. Við erum búin að leika með meðal annars kubba, bíla, lest, plúskubba, spila bingó með allskonar dýrum og syngja hátt og snjallt. Í Stóra Læk fá öll börnin hnífa til að skera matinn sinn sjálf. Nokkur eru nú þegar byrjuð að æfa sig að skera bæði kartöflu og fisk og gengur það vel . Þau fá líka að skammta sér matinn, s.s fisk, kjöt, kartöflur, salat og sósu. Allt þetta er að sjálfsögðu undir handleiðslu kennara borðsins sem barnið situr við og er fylgst vel með þegar þau eru að byrja að skammta sér sjálf og skera og erum til taks til að leiðbeina þeim.

Börnin hafa líka farið í flæði en það er þannig að börnin mega fara út af heimastofunni sinni og leika sér á þeim svæðum sem eru opin, það er einn kennari á hverju svæði sem tekur á móti börnunum. Við erum að byrja að æfa okkur í þessu en þetta getur tekið nokkurn tíma að læra og jafnvel allan veturinn. Börnin hafa verið að leika á svæðum sem heita Mýri og Háholt í vikunni. Svo hafa börnin farið út að leika að minnsta kosti einu sinni á dag og sum oftar. Barnahópnum er að jafnaði skipt í tvennt, þannig að einn hópur fer í útiveru fyrir hádegi og einn er inni í flæði. Svo er alveg eins gert eftir hádegi að þeir sem voru úti eru inni og öfugt. Við höfum haft það þannig að þau börn sem sofa lengi fara út fyrir hádegi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica