Fréttir

Fréttir í maí

Í maí er búið að gera ýmislegt skemmtilegt. Krökkunum fannst gaman að hjálpa til við að baka fyrir afmæli leikskólans. Þau tóku þátt í undirbúningi á fleirum sviðum, þau teiknuðu fjölskylduna sína sem var skemmtilegt verkefni og gafst þá tóm til að spjalla við þau og heyra hugmyndir þeirra og pælingar um fjölskylduna. Mest gaman var að fá foreldrana sína í heimsókn á afmælisdaginn og bjóða þeim upp á veitingar.

Við erum mjög ánægð hvað námsefnið um Lubba hefur vakið mikinn áhuga hjá krökkunum á bókstöfum og margir orðnir duglegir í að þekkja bókstafina og nokkrir þekkja alla stafina og vita hvað þeir heita. Vináttu verkefnið um hann Blæ er áhugavert námsefni og munum við halda áfram með það næsta vetur. En þessi tvö námsefni eru búin í bili.

Krakkarnir fóru öll í skotmóa 19.maí við mikinn fögnuð. En annars er skotmóinn komin í frí fram að haustönn.

Börn fædd 2011 fóru í síðasta sinn á þessari önn í íþróttahúsið í Smáranum fimmtudaginn 26.maí og var það mikið gaman. Í byrjun júní fara flestir krakkarnir á áðra deild og munu þau fara í sína fyrstu heimsókn miðvikudaginn 1.júní í aðlögun, fimmtudaginn 2.júní í aðlögun og flytja síðan kassann sinn föstudaginn 3.júní. Mánudaginn 6.júní byrjum við svo að aðlaga börn frá Litla Læk.

Við þökkum kærlega fyrir veturinn og hafa haft tækifæri í að kynnast krökkunum ykkar við leik og störf. Þau eru frábær og við óskur þeim velfarnaðar á nýrri deild.Þetta vefsvæði byggir á Eplica