Fréttir

Fréttir frá okkur á Hvammkoti í ágúst 2015

Leikhópurinn Lotta kom og skemmti okkur í gær með glens og gleði. Flestir skemmtu sér vel. Þessa dagana eftir frí höfum við notað til að kynnast betur og leika okkur saman, úti, inni og á svæðum. Börnin eru þessa dagana að æfa sig í að velja hvar þau vilja leika sér fyrir hádegi þ.e hvort þau vilja fara út að leika eða vera inni. Og þau sem velja inniveru þau geta valið að leika á heimastofu eða farið í flæði. Einnig höfum við farið í Skotmóa og þar er mikið stuð. Börnin á Hvammkoti fara öll í útikennslu í vetur og verður það ásamt öllu vetrarstarfinu kynnt á haustfundinum. Á deildinni verða 23 börn í vetur ásamt fjórum kennurum, þeim Ragnhildi, Erlu, Eyþóri og Margréti. Næst komandi þriðjudag koma tveir drengir í aðlögun til okkar og við tökum vel á móti þeim. Það er svo lokað hjá okkur á mánudaginn kemur því þá er skipulagsdagur.Þetta vefsvæði byggir á Eplica