Fréttir

Fyrirsagnalisti

14. - 18. nóvember

Þessi vika hefur verið mjög fjörug og skemmtileg. Við byrjum alla morgna á fínhreyfistund þar sem þau þurfa að leysa ákveðið verkefni áður en þau geta farið að leika sér. Þetta skapar rólega stemmingu á morgnanna og þau fá þjálfun í fínhreyfingum í leiðinni. Þetta skiptist á vikum þ.e. klippivika, perlu og pinnavika, teiknivika og púslvika.

 

Blær kom til okkar í vikunni og þið getið lesið um þá stund hérna í dálknum til vinstri. Þið megið endilega taka spjöldin niður og skoða þau. Aftan á þeim eru spurningar sem við nýtum okkur í Blæstundunum. :)

 

Hópur 1 og 2 fór í útikennslu á mánudaginn og léku sér á Lækjavelli. Þau fengum að vatnsmála í rigningunni, við borðuðum þar og þeir sem þurftu tóku lúrinn sinn í Lækjavallarhúsinu. Við vorum svo komin tilbaka rétt fyrir kaffi.

Hópur 3 og 4 var inni í hópastarfi og tóku þátt í starfi leikskólans. í hópastarfinum voru þau að undirbúa svolítið sem þið fáið að sjá í desember.


Á miðvikudaginn var dagur íslendskrar tungu. Þá hittumst við og lærðum vísuna eftir Jónas Hallgrímsson sem heitir Buxur, vesti, brók og skór. Það var aðeins talað um nýjasta staf vikunnar sem við lærðum svo í samverustundinni fyrir hádegið þegar Lubbi kom og kenndi okkur stafinn og hljóðið E-e. Við ræddum aðeins hvaða hlutir byrja á þessu hljóði og við fundum hluti eins og Epli, Egg, Elísabet og Erla.


Ekki meira í bili

kv.

Laufey og allir hinir á Hvammkoti

Ágúst og September

Jæja þá er allt skipulag hjá okkur komið í gang. Við erum búin að bralla ýmislegt við erum byrjuð að fara í útikennslu, við fórum og fundum Blæ á Lækjarvelli sem greinilega hafði dottið úr heiðskýru lofti út um allan garð. Börnin eru búin að vera mjög spennt með bangsana sína og voru mjög glöð eiga sinn eigin bangsa í leikskólanum. Við höfum reynt að hafa hann eingöngu í Blæstundunum og hafa þá í rúminu sínu þess á milli. En ef maður kemur leiður í leikskólann þá er bangsinn manns alltaf til í að knúsa mann og vera með manni smá stund. Við höfum líka spilað svolítið af tónlistinni úr vináttuverkefninu og er stopplagið langvinsælast og er margspilað daglega. Þau hafa líka verið mjög dugleg að tileinka sér það að segja STOPP þegar einhver er að gera eitthvað sem maður vill ekki. 

Útikennslan verður  í tveimur hópum þannig að börnin eru í útikennslu aðra hverja viku og í hópastarfi í vikunni á móti. Annar hópurinn er búinn að fara og voru úti allan daginn. En komu inn til að borða og hvíla sig. Planið er að reyna að vera úti allan daginn og borða þá úti á Lækjarvöllum eða taka með okkur nesti. Svefninn hjá börnunum mun líklega riðlast aðeins þessa daga. En vonandi kemur það ekki að sök. :)
Lubbi finnur málbein hefur líka komið til okkar og kennt okkur um stafina A,M og B. 

Smá fréttir úr starfinu okkar í byrjun hausts
kv. Hvammkot

Fréttir frá Hvammkoti

Aðlögunin frá Litla Læk yfir á Stóra Læk hefur gengið mjög vel. Börnin alveg tilbúin til að koma og leika og búin að æfa sig svo vel með því að koma í heimsóknir í vor sem hefur án efa hjálpað þeim mikið til við aðlögunina. Þetta er flottur hópur sem er að koma, þau eru dugleg að leika sér bæði úti og inni, borða, og spjalla. Svo eru þau dugleg að taka til og ganga frá dótinu. Við erum búin að leika með meðal annars kubba, bíla, lest, plúskubba, spila bingó með allskonar dýrum og syngja hátt og snjallt. Í Stóra Læk fá öll börnin hnífa til að skera matinn sinn sjálf. Nokkur eru nú þegar byrjuð að æfa sig að skera bæði kartöflu og fisk og gengur það vel . Þau fá líka að skammta sér matinn, s.s fisk, kjöt, kartöflur, salat og sósu. Allt þetta er að sjálfsögðu undir handleiðslu kennara borðsins sem barnið situr við og er fylgst vel með þegar þau eru að byrja að skammta sér sjálf og skera og erum til taks til að leiðbeina þeim.

Börnin hafa líka farið í flæði en það er þannig að börnin mega fara út af heimastofunni sinni og leika sér á þeim svæðum sem eru opin, það er einn kennari á hverju svæði sem tekur á móti börnunum. Við erum að byrja að æfa okkur í þessu en þetta getur tekið nokkurn tíma að læra og jafnvel allan veturinn. Börnin hafa verið að leika á svæðum sem heita Mýri og Háholt í vikunni. Svo hafa börnin farið út að leika að minnsta kosti einu sinni á dag og sum oftar. Barnahópnum er að jafnaði skipt í tvennt, þannig að einn hópur fer í útiveru fyrir hádegi og einn er inni í flæði. Svo er alveg eins gert eftir hádegi að þeir sem voru úti eru inni og öfugt. Við höfum haft það þannig að þau börn sem sofa lengi fara út fyrir hádegi.

Fréttir í maí

Í maí er búið að gera ýmislegt skemmtilegt. Krökkunum fannst gaman að hjálpa til við að baka fyrir afmæli leikskólans. Þau tóku þátt í undirbúningi á fleirum sviðum, þau teiknuðu fjölskylduna sína sem var skemmtilegt verkefni og gafst þá tóm til að spjalla við þau og heyra hugmyndir þeirra og pælingar um fjölskylduna. Mest gaman var að fá foreldrana sína í heimsókn á afmælisdaginn og bjóða þeim upp á veitingar.

Við erum mjög ánægð hvað námsefnið um Lubba hefur vakið mikinn áhuga hjá krökkunum á bókstöfum og margir orðnir duglegir í að þekkja bókstafina og nokkrir þekkja alla stafina og vita hvað þeir heita. Vináttu verkefnið um hann Blæ er áhugavert námsefni og munum við halda áfram með það næsta vetur. En þessi tvö námsefni eru búin í bili.

Krakkarnir fóru öll í skotmóa 19.maí við mikinn fögnuð. En annars er skotmóinn komin í frí fram að haustönn.

Börn fædd 2011 fóru í síðasta sinn á þessari önn í íþróttahúsið í Smáranum fimmtudaginn 26.maí og var það mikið gaman. Í byrjun júní fara flestir krakkarnir á áðra deild og munu þau fara í sína fyrstu heimsókn miðvikudaginn 1.júní í aðlögun, fimmtudaginn 2.júní í aðlögun og flytja síðan kassann sinn föstudaginn 3.júní. Mánudaginn 6.júní byrjum við svo að aðlaga börn frá Litla Læk.

Við þökkum kærlega fyrir veturinn og hafa haft tækifæri í að kynnast krökkunum ykkar við leik og störf. Þau eru frábær og við óskur þeim velfarnaðar á nýrri deild.


Febrúar fréttir

Blær

Flestir foreldrar barnanna á Hvammkoti í árgangi 2011 hafa fengið fræðslu um vináttu verkefnið frá Barnaheill og því ber að fagna. Á degi leikskólans 5.febrúar fengum við póstsendingu. Það var rauður kassi sem kom alla leið frá Ástralíu. Í kassanum var Blær og fylgdi honum bréf til barnanna þar sem Blær óskar eftir því að fá að taka þátt í vinnu okkar með vináttuverkefni Barnaheilla. Börn í árgangi 2010 og 2011 taka þátt í verkefninu á þessari önn. Árgangur 2011 fer í vinnustund einu sinni í viku á miðvikudögum. Mánudaginn 8.febrúar komu svo hjálparbangsarnir. Þeir komu í rútu og fóru börnin út í rútuna til að sækja sinn bangsa.

 

 

Fréttir í febrúar

Við byrjuðum mánuðinn á fjólublárri viku og fengum lánaða tóvinnukistu frá Þjóðminjasafninu. Börnin voru misáhugasöm um dótið í kassanum, en þeir sem höfðu áhuga skoðuðu þetta vel og vandlega. Ullarkambarnir vöktu mikinn áhuga.

 

Opið hús var 5.febrúar í tilefni af degi leikskólans. Börnin léku sér með vasaljósin sín við mikinn fögnuð bæði úti og inni á þessum fjólabláa degi.

 

Herra og dömukaffi var vel sótt, boðið var upp á kaffi og kleinu, og allir fóru glaðir heim í lok dags.

 

Bollu-sprengi-og öskudagurinn gengu vel og var virkilega gaman á öskudaginn þar sem börnin nutu sín í búningum. Við marseruðum um skólann, slógum köttinn úr tunninni sem var full af snakki og horfðum á bíómynd. Eftir hádegi var svo partý inn á Víghól þar sem við dönsuðum og skemmtum okkur.

 

Snædís Birta, Andri Snær og Emma Guðrún urðu 4 ára.

 

Skólamyndatakan gekk vel fyrir sig og allir voru fínir og sætir.

 

Fréttir frá okkur á Hvammkoti í ágúst 2015

Leikhópurinn Lotta kom og skemmti okkur í gær með glens og gleði. Flestir skemmtu sér vel. Þessa dagana eftir frí höfum við notað til að kynnast betur og leika okkur saman, úti, inni og á svæðum. Börnin eru þessa dagana að æfa sig í að velja hvar þau vilja leika sér fyrir hádegi þ.e hvort þau vilja fara út að leika eða vera inni. Og þau sem velja inniveru þau geta valið að leika á heimastofu eða farið í flæði. Einnig höfum við farið í Skotmóa og þar er mikið stuð. Börnin á Hvammkoti fara öll í útikennslu í vetur og verður það ásamt öllu vetrarstarfinu kynnt á haustfundinum. Á deildinni verða 23 börn í vetur ásamt fjórum kennurum, þeim Ragnhildi, Erlu, Eyþóri og Margréti. Næst komandi þriðjudag koma tveir drengir í aðlögun til okkar og við tökum vel á móti þeim. Það er svo lokað hjá okkur á mánudaginn kemur því þá er skipulagsdagur.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica