Blær Vinátta

Fyrirsagnalisti

14. - 18. Nóvember

Blær kom til okkar þessa vikuna. Hann sýndi okkur mynd af krökkum sem voru góðir vinir að leika sér, lesa bók og leika sér með bolta. Ég bjó til smá leikþátt með 3 dýrum þar sem tvö dýr voru að leika sér saman og það var dýr sem var eitt en langaði til að leika við hin tvö dýrin. Ég spurði þau hvað getur hann gert til að fá að vera með í leiknum þeirra? margir svöruðu "segja STOPP" þá ræddum við um að það ætti kannski ekki við í þessu tilfelli því að enginn var að stríða eða vera vondur við einhvern, Þau uppgötvuðu svo með umræðum að dýrið gæti kannski bara sagt " hæ, má ég leika með ykkur?".  Við fórum svo í boltaleik. Við eigum lag í Blæmúsíkinni okkar sem heitir boltaleikur. Hann gengur út á að það eru tveir og tveir saman með bolta, fyrst velta þau boltanum á milli sín, svo standa þau upp og kasta boltanum á milli, í lokinn þá leggjum við boltana frá okkur og dönsum með laginu. Þetta fannst þeim mjög gaman og hlógu mikið og dátt.

3. og 5. október 2016

Í Vináttustundunum þessa vikuna vorum við að ræða um tilfinningar. Hvernig okkur líður, hvað getum við gert ef einhver er leiður, hræddur eða reiður? 

Við skoðuðum tvö spjöld á öðru þeirra voru börn með mismunandi svipbrigði og við ræddum svolítið um hvernig hverju og einu barni liði. Þau gátu samsamað sig við myndirnar. Á hinu spjaldinu eru 4 börn, þar er strákur búinn að taka dót af öðrum og er að stríða. Stelpa stendur hjá stráknum sem er leiður og er að hjálpa honum að fá dótið aftur. 
Þessi spjöld fjölluðu um umhyggju og hugrekki
Umhyggja - hvað getum við gert þegar einhverjum líður illa?
Hugrekki - hvað getum við gert til að aðstoða ef við sjáum að það er verið að stríða einhverjum?


Þetta vefsvæði byggir á Eplica