Fréttir

Fyrirsagnalisti

Gaman saman

Hæhæ


Við vonum að allir hafi haft það gott um páskana. Fyrir páska var smá páskaföndur í hópastarfinu sem börnunum fannst mjög gaman að gera. Hópastarfið hélt svo áfram með hefðbundnu sniði í þessari viku. Við vorum með Listaskála og því var tilvalið að mála nokkrar myndir.


Við höfum nýtt þetta góða veður sem hefur verið í mars mjög vel í útiveru. Vonum að kuldakastið verði stutt núna svo við getum farið mikið út og farið í gönguferð með börnunum.


Annars eru allir mjög duglegir að leika sér, skiptast á og taka þátt í öllu starfinu.


Sebastian Kristinn varð 3 ára 22.mars og Guðrún Ester og Sigríður Jóna urðu svo 2 ára 31.mars. Að sjálfsögðu fengu þau öll kórónu, afmælisfáninn var hengdur upp og við sungum fyrir þau í hádeginu þar sem þau voru með fallega afmælisdiskamottu undir disknum sínum :) Hrefna Rut fór svo á nýjan leikskóla eftir páska, vonum svo sannarlega að henni gangi vel þar :)

 

3.apríl 2018

Loksins loksins fréttir af okkur

Rosalega langt síðan við skrifuðum frétt síðast. Á Laufinu er allt gott að frétta. Allt hefur gengið sinn vana gang. Hópastarf gengið vel síðan í haust. Hóparnir skiptast á að mála, fara í hreyfingu, leika saman og fara í könnunarleikinn. Desember mánuður var ljúfur og við reyndum að halda honum rólegum með jólaföndri og mikið af jólatónlist. Jólaballið gekk líka mjög vel og allir duglegir að hitta jólasveininn. Það eru komnar myndir af öllu þessu inn á myndasíðuna.


Í síðustu viku fórum við öll saman í gönguferð og gekk mjög vel. Við löbbuðum að kirkjunni og tilbaka. Það var nú alveg nóg fyrir minni börnin ;) Við byrjuðum svo aftur í hópastarfi eftir jólin. Allir hóparnir fóru í hreyfingu.


Í dag var svo herrakaffi þar sem börnin buðu pabba og eða afa í heimsókn. Í boði var hafragrautur og brauðbollur og tókst mjög vel til. Öll börnin fengu pabba/afa í heimsókn :) Eftir kaffitímann fóru svo allir út í snjóinn að leika. Mjög vinsælt að láta draga sig á snjóþotunum ;)


takk fyrir vikuna og góða helgi!

Haustið

Hæhæ


Allt gott að frétta af okkur á Laufinu. Hópastarfið byrjaði í síðustu viku og fóru allir hóparnir í dans/spil/leiki. Einnig fóru allir hóparnir í gönguferð í vikunni en þó nokkur börn misstu af vegna veikinda eða inniveru eftir veikindi.


Auður Anna og Vigdís Lea áttu svo afmæli í lok september og að sjálfsögðu héldum við upp á afmælin :)

Veðrið heldur áfram að leika við okkur og við nýtum þessa góðu daga í útiveru.


Við byrjuðum svo á könnunarleiknum í síðustu viku, fjögur börn búin að fara. Allir fá að fara jafn oft, ef þau eru fjarverandi fá þau tækifæri á að fara með öðrum hóp í þennan skemmtilega leik.

Síðasta vika var annasöm, auk þess að byrja í hópastarfi og fara í gönguferðir máluðu öll börn bleika mynd með bílum í tilefni bleika dagsins.


Vinsælast í vikunni var nýji bleiki leirinn, læknadótið, hlutverkaleikurinn, bílarnir og dýrin =)

                                                                                                                                                           16.október ´17

 

Aðlögun lokið í bili

Þá er aðlögun lokið í bili. Á Laufinu eru 14 börn og 4 kennarar. Aðlögunin gekk rosalega vel og öll börnin voru nokkuð fljót að aðlagast. Við erum búin að vera heppin með veður og því getað verið mikið úi en það léttir heilmikið á deildinni að vera sem mest úti. Flestum finnst líka ofsalega gaman úti :) 

 

Inni höfum við verið á Laufinu að leika og á svæðum (Listaskála og Móum). Allt leikefni virðist vera nýtt og spennandi hjá þeim og því ekkert eitt sem er vinsælast.


Síðasta föstudag var svo appelsínugulur dagur. Þá mættu börn og starfsfólk í einhverju eða með eitthvað appelsínugult á sér. Þann dag var líka samsöngur með Lynginu og opið flæði, þ.e. hægt að leika sér á báðum deildum og Listaskála. Það vakti mikla lukku.


Í dag byrjuðum við svo með sögustundir. Þá er börnunum skipt upp í þrjá hópa og fara hver á sinn stað þar sem kennari les/skoðar bók með þeim. Í byrjun október hefst svo hópastarfið, en nánar um það á haustfundinum í næstu viku.


Kv.LaufiðMeiri aðlögun =)

Nú hafa fjögur ný börn bæst í hópinn á Laufinu, þau heita Angelína, Guðrún Ester, Sigríður Jóna og Viktoría Rós. Öll börnin standa sig mjög vel og við erum bara þessa dagana að kynnast hvert öðru, húsnæðinu og skipulaginu =)


Þessa dagana er allt dót í miklu uppáhaldi og við vinnum hörðum höndum að því að kenna börnunum að ganga frá eftir sig ;)


Í dag héldum við uppá 2 ára afmæli Viktoríu Rósar (hún átti afmæli 3.sept) =)4.sept 2107

Aðlögun

Fyrstu aðlöguninni er nú lokið. Í síðustu viku byrjuðu 6 ný börn á Laufinu, þau heita Aron, Auður Anna, Bjarki, Hrefna Rut, Kristel María og Ragnhildur. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin =) Börnin sem fyrir eru, þau Harpa Stefanía, Ísabella, Sebastian Kristinn og Vigdís Lea taka nýju börnunum mjög vel og standa sig vel í að kenna þeim og sýna þeim hvernig við lærum og leikum í leikskólanum =)

Næsta aðlögun er svo 29.ágúst og síðasta aðlögunin er 12.september. Það verða 18 börn á deildinni í vetur. Yngsta barnið er fætt í júlí 2016 og elsta barnið í mars 2015. Breiður og skemmtilegur hópur þar sem þau elstu (sem voru yngst í fyrra) fá nú það hlutverk að vera leiðtogar á deildinni ;)

afmæli leikskólans, strætóferð og íþróttahátíð

Í gær 22.maí átti Ísabella 2 ára afmæli. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn :) í dag 23.maí var svo íþróttahátíð hjá okkur. Við vorum m.a. með krítar, tónlist, bolta, jafnvægisslá og trampólín. Fengum alveg frábært veður =)


Í síðustu viku fórum við svo í strætóferð með alla. Við tókum strætó á Hvammsvöll sem er róló völlur. Lékum okkur þar og borðuðum brauð og tókum svo strætó tilbaka. Mjög skemmtilegt :) Nú er ekki nema rúmar 3 vikur þar til flest öll börnin fara yfir á Stóra Læk og ætlum við að reyna að nýta tímann vel og fara í gönguferðir og fleira skemmtilegt.


Afmæli leikskólans var svo 11.maí, gaman að sjá hvað margir komust á opna húsið. Leikskólinn er 23 ára gamall.


Fengum líka nýja fiska um daginn og þrifum fiskabúrið, mikil gleði ;)


Annars all gott að frétta af okkur.


Kv. Allir á Laufinu

Vorið er komið :)

Hæhæ


Apríl flaug áfram og það er komin 2.maí. Í dag á Alexander Freyr afmæli. Hann er 3 ára. Við óskum honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn :) Það voru svo nokkrir sem áttu afmæli í apríl. Fjóla Hlín varð 3 ára þann 7.apríl, Gígja Eldey varð 3 ára 9.apríl og Jóhann Breki varð 3 ára 14.apríl. Allir fengu kórónu og við sungum fyrir þau =)


Í hópastarfi fóru við m.a. í gönguferðir, máluðum fiðrildi/fugla og föndruðum páskaskraut. Nú er hópastarfinu lokið og við ætlum að vera dugleg að fara í göngu-og strætóferðir ;)


Það var líka gulur dagur hjá okkur,samsöngur með Lynginu og opið flæði. Einnig fóru elstu börnin yfir á Stóra Læk að leika bæði inni og úti og tóku þátt í söngstund með öllum börnunum á Stóra Læk. Við ætlum að vera dugleg að fara yfir að leika og syngja þar til flutningarnir verða.


Í dag byrjuðum við svo með hafragraut, flestir voru duglegir að borða =)


Kveðja frá öllum á Laufinu.

2.maí 2017

Mars

Þá er marsmánuður senn á enda. Margt búið að bralla á Laufinu þennan mánuðinn.


Við vorum með öskudagsball á öskudaginn, börnunum til mikillar gleði =) Það var blár dagur og samsöngur hjá okkur 10. mars.

Latibær (íþróttaálfurinn og Solla) komu í heimsókn 13. mars í boði Foreldrafélagsins, það var mjög skemmtilegt =)

Pylsudagurinn mikli var svo 17. mars. Þá gátu börnin farið fram og keypt sér pylsu og trópí fyrir peninga sem þau höfðu sjálf búið til.


Sebastian Kristinn varð svo 2 ára 22.mars og sungum við fyrir hann =)


Hópastarf og könnunarleikur hefur verið til skiptishjá hópunum. Allir hóparnir fóru í göngutúr í þessari viku og skoðuðu nágrenni leikskólans =) Við höfum verið mjög dugleg að fara að leika okkur úti á Stóra Læk. Einnig erum við að fara á söngfundi á föstudögum á Stóra Læk með einn hóp í einu.


Á morgun er svo rugldagur í leikskólanum =)                                                                                                                                                        30.mars 2017


Bollu,-sprengi og Öskudagur

Hæhæ


Það var vel mætt í dömukaffið hjá okkur og allir ánægðir með kleinur og kaffi :) Börnin gáfu gestum sínum blóm sem þau höfðu búið til. Það eru komnar myndir í myndaalbúmið.


Á mánudaginn síðasta (27.febrúar) byrjaði Harpa Stefanía hjá okkur í aðlögun, bjóðum við hana og fjölskyldu hennar velkomna.


Við erum alveg svakalega ánægð með snjóinn og eru kennarar búnir að  vera sveittir úti að moka snjóinn svo börnin geti nú rólað og rennt sér í rennibrautinni. Það gekk mjög vel að leika úti í gær og í dag. Yndislegt veður =)


Í gær, á Bolludaginn fengum við fiskibollur í hádegismatinn og rjómabollur með glassúr í kaffinu. Þeir sem vildu ekki bollur fengu hrökkbrauð . Í dag var svo ljúffeng baunasúpa með grænmeti, saltkjöti og kartöflum út í. Á morgun er svo Öskudagurinn. Þá mega börnin mæta í búningum, náttfötum eða íþróttafötum. Við verðum með Öskudagsball þar sem við dönsum saman og svo verður kötturinn sleginn út tunnunni og börnin fá smá snakk og fá að horfa á videó. Það verður sko fjör ;)


Myndir koma á heimasíðuna eins fljótt og hægt er, við látum ykkur vita :)

Kv.allir á Laufinu.


                                                                                                                                                                     28.febrúar 2017

Fiskaþema

Allt gengur sinn vanagang hjá okkur á Laufinu. Á mánudaginn var opið hús hjá okkur þar sem gestir gátu komið og leikið með börnunum og skoðað fiskaþemað okkar. Við vorum búin að búa til marglyttur, litla fiska, stóra fiska og krabba. Þetta hangir allt enn inn á deild svo að það er enn tími til að skoða þessi flottu verk =)


Við höfum svo verið að fara í könnunarleikinn aðra hvora viku á móti hópastarfinu. Það kemur mjög vel út og börnunum finnst mjög gaman að leika með verðlausan efnivið. Í hópastarfi erum við t.d. búin að gera fiska, stimpla með legokubbum, mála, leika og spila á hljóðfæri.


Næst á dagskrá er dömukaffi en það er föstudaginn 17.febrúar. Þá er mömmum/ömmum/frænkum boðið að koma og leika við börnin og fá sér kaffi og kleinur =)


Aníta Rós varð svo 3 ára 5.febrúar, við óskum henni til hamingju með daginn =)


kv.allir á Laufinu

 

 

Herrakaffi og þorrablót

Hæhæ


Við viljum byrja að þakka öllum þeim sem komu til okkar í herrakaffi síðasta föstudag. Mjög góð mæting þar sem allir fengu kaffi , kleinur og blóm frá barninu sínu :)


Hópastarfið er byrjað aftur hjá okkur og höfum við verið að föndra blóm og þorrablótskórónur fyrir næsta föstudag en þá verður þorrablót hjá okkur. Fyrir hádegismatinn verður samsöngur með Lynginu þar sem verður m.a. sungið ó hangikjöt, krummi krunkar úti og nú er úti Norðanvindur.

 

Við erum svo aftur farnar af stað með könnunarleikinn á móti hópastarfinu. Allir fara svo út einu sinni á dag og í Móa eða Listaskála að leika.


Vinsælast þessa dagana er læknadótið, púsla, bílar og ýmiskonar kubbar.


Kveðja allir á laufinu

23.janúar 2017

Desemberlok

Desembermánuður hefur verið frekar frábrugðin öðrum mánuðum en jafnframt ánægjulegur =)


Við höfum föndrað meira en vanalega, bökuðum piparkökur, buðum foreldrum, systkinum og öðrum gestum í aðventukaffi til okkar, skreyttum jólatré, héldum jólaball og hittum jólasvein.

Í bland við allt oafanatalið höfum við leikið okkur, úti, inni á Laufinu og á svæðum

 =)Loksins kom svo alvöru snjór, það eru reyndar skiptar skoðanir á því hvort það sé ánægjulegt eða ekki, bæði hjá börnum og kennurum ;) Við fórum í jólagöngutúr í snjónum og skoðuðum jólaljósin í hverfinu.


Það eru þrjú börn á Laufinu sem eiga afmæli í desember og þau verða öll 2 ára, það eru My, (18.des), Daníel Logi (21.des) og Kristinn Þór (23.des), við óskum þeim til hamingju með daginn sinn =)


Við höfum verið mjög dugleg að syngja jólalög, vinsælustu lögin eru:

-Jólasveinar ganga um gólf

-Ég sá mömmu kyssa jólasvein

-Jólasveinar einn og átta

-Í skóginum stóð kofi einn

-Adam átti syni sjö

-Snæfinnur snjókall


Við höfum einnig skoðað jólasveinana. Sýnt þeim myndir af gömlu íslensku jólasveinunum og talað aðeins um hvern og einn ;)


Að lokum vilja kennarar á Laufinu óska ykkur gleðilegrar jóla =)


22.desember 2016

Jólaföndur og rólegheit

Hæhæ


Við á Laufinu segjum allt gott. Langt síðan við skrifuðum frétt síðast. Hjá okkur gengur allt starf mjög vel og öll börn hress og kát :)

 Í desember höfum við reynt að halda hópastarfi í bland við jólaföndur inn á deild. Miðvikudaginn 7.desember vorum við með aðventukaffi. Gaman að  sjá hvað margir foreldrar gátu komið til okkar í kökur og heitt súkkulaði ;)


Eftir næstu viku fer hópastarfið í smá jólafrí. En við munum að sjálfsögðu halda áfram að taka þau í litlum hópum á svæði.

Á föstudögum höfum við farið í Lubbi finnur málbein. Tökum fyrir eit hljóð á viku. Íslensku málhljóðin eru kynnt með stuttri sögu, vísu eftir Þórarin Eldjárn og myndum eftir Freydísi Kristjánsdóttir. Bókin er hugsuð til málörvunar og hljóðnáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára.


Í næstu viku verður jólaball hjá okkur :)


Góða helgi                                 

                                                                                                                                                    9.desember 2016

Snjórinn er kominn :)

Hópastarfið og könnunarleikurinn heldur áfram hjá okkur. Nú eru allir hópar komnir með nafn. Þeir heita:

----- Mínu,-og apahópur (Alexander Freyr, Fjóla Hlín, Jóhann Breki, Aníta Rós, Edda og Gígja Eldey),

----- Hvolpasveitahópur (Ísabella, Sebastian Kristinn, Vigdís Lea og Viktor Ingi),

----- Línu hópur (Elvar Ágúst, Alex Loki, Sara Sóley og Þórey Lára)

----- Bubbi Byggir hópur (My, Dawid, Daníel Logi og Kristinn Þór).


31.október varð Alex Loki 2 ára, Dawid varð svo 2 ára 11.nóvember að sjálfsögðu héldum við upp á afmælin með þeim :)  


Snjórinn kom svo loksins og börnin eru misdugleg að leika í honum ;)


Í hópastarfi erum við aðeins farin að föndra jólaskraut og munum við skreyta Laufið með fallega skrautinu þeirra áður en það fer heim fyrir jólin. Bráðum förum við líka að hlusta og syngja jólalög...svona í lok nóvember ;)


kveðja frá öllum á Laufinu

                                                                                                                                                                          17.nóvember 2016

Gaman saman =)

Föstudaginn 14.október var bleikur dagur hjá okkur á Læk. Við vorum einnig með samsöng og opið flæði með krökkunum á Lynginu. Við héldum upp á afmælið hennar Söru Sóleyjar á föstudeginum, hún varð 2 ára =)

Í þessari viku vorum við svo með aðlögun, Vigdís Lea var að byrja hjá okkur á Laufinu, við bjóðum hana og fjölskyldu hennar velkomna :)

Hópastarfið er svo byrjað, en öll börn eru búin að fara tvisvar sinnum. Allir hóparnir eru að vinna í því að finna nafn á hópinn sinn =)

Öll börn fara svo í sögustund eftir drekkutímann, þar sem við erum búnar að skipta þeim í þrjá hópa. Þau eru alveg ótrúlega dugleg og hafa mikinn áhuga á að hlusta á sögur og skoða bækur =)

Elstu börnunum finnst alveg rosalega gaman að púsla og erum við að finna krefjandi púsl fyrir þau. Yngri börnin hafa líka verið að púsla og pinna. Bílarnir og dýrin eru alltaf mjög vinsæl =)

Kveðja frá öllum á Laufinu                                                         

                                                                                                                                                                        21.október 2016

Haustið er komið :) 

Vikurnar líða svo hratt hjá okkur enda alltaf gaman :) Við höfum gert margt skemmtilegt í september. Lína Langsokkur kom í heimsókn til okkar. Það var mjög skemmtilegt. Hún söng nokkur lög fyrir okkur og gaf okkur knús. Öll börnin fóru svo í gönguferðir í nágrenni leikskólans. Við sáum hvernig laufblöðin eru að breyta um lit, svo fallegt hér í kringum okkur. Allir voru mjög duglegir að labba sjálfir =)


Við skiptumst á að vera úti og inni að leika okkur. Við erum líka mikið á svæðunum okkar, Móum og Listaskála að leika. Í næstu viku byrjar svo könnunarleikurinn og hópastarf, en hópana er hægt að sjá hér á heimasíðunni.


Aðlögun hefur gengið mjög mjög vel og við fáum síðasta barnið hana Vigdísi Leu um miðjan október :) Í dag var einmitt í fyrsta skiptið sem ekkert barn kom grátandi inn til okkar (öll börn mætt í dag), þvílík gleði og það er enn bara september =) svo frábær börn og greinilega skemmtilegir kennarar ;)


Fullt af nýjum myndum, endilega biðja kennara um lykilorðið á myndasíðuna.


Kveðja frá öllum á Laufinu!

 

Aðlögun gengur mjög vel

Vikan var fljót að líða enda afskaplega góð og skemmtileg börn sem við fengum í aðlögun :) Í næstu  viku fáum við þrjú ný börn, Ísabellu, Sebastian Kristinn og Daníel Loga. Hlökkum til að takast á við síðustu aðlögunina =)  Við fengum frábært veður alla vikuna og vorum mikið úti, reyndum að halda þeim inni en það var bara ekki hægt ;)


Það er allt dót spennandi þessa dagana, þau hafa mikið verið að leira með bláa leirnum, leika með bíla, dýr og hús, bolta og nýju leikstöðina okkar. Úti er alltaf vinsælt að búa til kökur í sandkassanum, róla, renna, hjóla, sópa og fara í strætóleik.

Í samverustundum erum við helst að syngja, tombai - tombai, dúkkan hennar Dóru, þrisvar sinnum smell, strætólagið, við klöppum öll í einu, babú-babú og höfuð-herðar-hné og tær. Þau eru alveg ótrúlega dugleg að sitja kyrr og syngja með. Þau eru nú öll komin með mynd af sér á gólfið í samverustund þar sem þau eiga sitt sæti.


Elvar Ágúst varð svo 2 ára 25.ágúst og í tilefni dagsins sungum við fyrir hann, hann málaði kórónu, við flögguðum afmælisfánanum úti og hann fékk afmælismottu undir diskinn sinn og kerti =)


Takk fyrir vikuna og góða helgi!

Sumarið alveg að koma

Maí mánuðurinn flýgur áfram og við á Laufinu lærum og leikum okkur á hverjum degi. Við höfum farið í nokkrar styttri gönguferðir. Það er svo gaman að sjá hvað börnunum finnst gaman að fá að fara í gult vesti og labba út fyrir hliðið. Að halda sig fyrir aftan kennarann og hlaupa ekki á undan getur verið mjög erfitt og mjög krefjandi fyrir 2-3 ára börn =)


Gaman að sjá hvað margir gátu komið í 22 ára afmæli Lækjar, þeir sem komust ekki geta enn skoðað verk eftir börnin inn á Laufinu =) Við fengum pantaða pizzu í hádeginu og afmæliskökur í kaffinu. Við hittum svo krakkana af Stóra Læk og aðra gesti á Lækjarvöllum og sungum nokkur lög með þeim. Allir skemmtu sér vel.


Mikil útivera síðustu vikur, höfum bæði verið úti að leika á Stóra Læk og Litla Læk. Hjólin eru alltaf vinsæl og að róla og leika með bolta.


Inni eru risaeðlur, læknadótið, spil og púsl vinsæl. Það er svo gaman að spila lottó með þeim og kennarinn spyr: hver er með kisu? Allir krakkarnir segja ég,ég....án þess að kíkja á spjaldið sitt ;)

Nú eru bara 3 vikur þar til næstum því öll börnin á Laufinu fara yfir á Stóra Læk og ætlum við að reyna að njóta tímans sem eftir er með börnnum, skellum okkura allavega í einn langan göngutúr og reynum að gera eitthvað skemmtilegt með þeim :)


kv.frá öllum á Laufinu


 20.maí 2016

Sulla, leika á Stóra Læk og úti að leika í sól 

Nú er síðasta vikan í apríl að líða og við á Laufinu búin að eiga góðar vikur. Allir hafa verið hressir og við notið þess að vera úti í góða veðrinu :)


Þau börn sem fara á Stóra Læk í sumar hafa verið að fara 1-2x í viku inn að leika á Stóra Læk, þannig verða þau aðeins farin að kynnast bæði starfsfólkinu þar og umhverfinu. Við höfum líka verið dugleg að leika úti á Stóra Læk.


Við höfum til dæmis verið að sulla hér úti á Litla Læk, það var mjög skemmtilegt (myndir komnar á heimasíðu), við erum líka mikið að leika með bolta úti, hjóla og búa til allskonar kökur í sandkassanum =)


Inni hafa risaeðlur verið vinsælar, bílar, púsl og verkfæri.


Jóhann Breki varð svo 2 ára og við óskum honum innilega til hamingju með daginn =)

    

27.apríl 2016
Þetta vefsvæði byggir á Eplica