Fréttir

Fyrirsagnalisti

janúar

 

Faglega starfið á deildinni er komið á fullt. Í síðustu viku fóru öll börn sem mætt voru í Blæstundir. Við nýttum einnig Skotmóa fyrir hreyfingu. Búið er að skipta börnunum niður í hópa fyrir hópastarf og eru hóparnir að velja sér nöfn.

 Lubbi hefur dottið töluvert niður hjá Álfhóli og því erum við að vinna með hljóð bókstafanna af fullum krafti. Það gengur vel. Við erum byrjuð með markvissa málörvun þar sem unnið er með börnin í minni hópum. Í dag voru yngri börnin að vinna með hlustun, rím ásamt því að læra nýja þulu. Úen, dúen, dín.

 Breyting er á útikennslunni og verður hún núna einu sinni í viku hjá hverri deild. Álfhóll á miðvikudaga. Við höfum ekki enn skipt hópnum niður en biðjum ykkur að huga að því að miðvikudagar eru útikennsludagar og því mikilvægt að börnin hafi útifatnað við hæfi.

 Í desember, janúar og febrúar vinnum við með umburðarlyndi í tengslum við Blæ og því erum við að æfa lög sem tengjast umburðarlyndi ásamt því að við erum að byrja að æfa þorralögin. Þorrablót og herrakaffi verður 19. janúar. 


Kveðja

Allir á Álfhóli

Desember

Föstudaginn 1. desember fórum við ásamt öllum á stóra Læk í Guðmundarlund. Þar áttum við notalega stund saman og gæddum okkur á heitu súkkulaði og kleinum. 6.des fórum við saman í kirkjuferð í Digraneskirkju þar sem elstu börnin léku helgileik og foreldrum var boðið að koma og horfa á. Að kirkjuferð lokinni var svo aðventukaffi fyrir alla á stóra Læk15. des var jólaball og matur hjá okkur. Við sungum og dönsuðum í kringum jólatréið okkar og jólasveinnin kom í heimsókn með poka fullan af gjöfum fyrir okkur. Við fengum svo hamborgarahrygg með öllu tilheyrandi í matinn pg ís í eftirrétt. Í desember var einnig rauður dagur hjá okkur og piparkökubakstur. Við erum búin að vera dugleg að jólaföndra og segja allskyns jólasögur 


Kveðja Sólborg, Patty og Karólína

September

Við viljum þakka foreldrum kærlega fyrir að bregðast svona vel við síðustu daga. Sökum manneklu þá höfum við þurft að loka deildum og var meðal annars lokað hjá okkur á Álfhól 8. september. 

Starfið er ekki hafið að fullu hjá okkur en við erum byrjuð í Lubba og höfum tekið fyrir stafina A og M. 

Við höfum verið mjög dugleg að lesa í samverustundum og hvíldinni. Í gær lásum við meðal annars mjög skemmtilega bók sem heitir Ekki opna þessa bók. Einnig hafa krakkarnir verið mjög duglegir að vera úti að leika ser. Við höfum verið mjög heppinn með veður.

Í næstu viku fara allir krakkar fæddir 2012 í Smárann. 

Kveðja,
Allir á Álfhól

Ágúst

Í ágúst höfum við bara verið að njóta þess að vera komin aftur í leikskólann og höfum verið mikið úti að leika okkur enda veðrið búið að vera mjög gott.

Í vikunni byrjuðum við aftur í Lubba og byrjuðum á mánudaginn að læra um stafinn A. Við fórum einnig í skotmóa gerðum nokkrar æfingar og renndum okkur í rennibrautinni sem er alltaf vinsælt.

Á föstudaginn mun Álfhóll stjórna söngfund í Mýrinni, þar sem við ætlum að syngja meðal annars Kisutangó, sjómaður og Bangsi minn.

Kveðja,
Allir á Álfhól

29. mars - 5. apríl

Fimmtudaginn 30. mars fóru yngri krakkarnir á Álfhól í Smárann að gera æfingar og fara í leiki. Á meðan voru eldri krakkarnir í hópastarfi.


Föstudaginn 31. mars var Rugldagur í leikskólanum og var gaman að sjá hversu hugmyndarík börnin voru í ruglinu. Það voru nærbuxur á hausnum, öfugir bolir og buxur, sitthvorir sokkarnir og svo má lengi telja. Söngfundurinn um morguninn var líka óhefðbundinn þar sem snerum öfugt við hvernig við venjulega snúum í matsalnum. Hvammkot stjórnaði söngfundinum þar sem við sungum lög eins og gulur, rauður og það voru einu sinni tröll..


Mánudaginn 3. apríl fóru eldri krakkarnir á Álfhól í heimsókn í Smáraskóla og tóku með sér ávexti í nesti. Þar áttu þau skemmtilega stund með kennurum og krökkum í 1. bekk.


Alexander Örn átti afmæli sunnudaginn 2. apríl og varð 6 ára. Við óskum honum innilega til hamingju með daginn.


Framundan:

Á morgun þann 6. apríl er útikennsla hjá yngri krökkunum á Álfhól meðan eldri krakkarnir eru í hópastarfi. Föstudaginn 7. apríl er söngfundur sem við á Álfhól munum stjórna.9-29. mars

Föstudaginn 10.  mars var blár dagur í leikskólanum. Þá mættu allir í bláu og Álfhóll stjórnaði svo samsöng eftir ávaxtastundina. 

Mánudaginn 13. mars kom Latibær í heimsókn til okkar. Íþróttaálfurinn og Solla stirða sungu, dönsuðu og gerðu æfingar með okkur. Síðan komu þau inn á deild svo við gætum tekið hópmynd með þeim.  

Föstudaginn 17. mars var pylsudagurinn mikli. Það voru allir búnir að búa til veski, peninga og kort svo þeir gætu keypt pylsur og safa. 

Fimmtudaginn 23. mars fóru eldri krakkarnir á Álfhól í Smárann að gera æfingar og fara í leiki. Meðan yngri krakkarnir voru í hópastarfi.

Föstudaginn 24. mars var haldinn söngfundur undir stjórn Víghóls.

Mánudaginna 27. mars fórum við í skotmóa gerðum æfingar og fórum í stóru rennibrautina.

Það er búið að vera frekar gott verður síðustu daga þannig að við höfum verið mikið úti að leika okkur.

Framundan:
Það er útikennsla hjá eldri krökkunum á morgun meðan yngri krakkarnir fara í Smárann. Föstudaginn 31. mars er Rugldagur í leikskólanum þá mega allir mæta í ruglfötum.

Lovísa átti afmæli 10. mars og varð 6 ára. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn. Í dag þann 29. mars byrjaði nýr strákur á deildinni, hann Daníel Úlfar. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn.

Kveðja,
Allir á Álfhól

2. - 8. mars

Fimmtudaginn 2. mars var útikennsla hjá eldri krökkunum á Álfhól. Við ætluðum að fara á Gerðarsafn en sökum manneklu urðum við að fresta ferðinni. Í staðinn fórum við að kirkjunni að renna okkur á rassaþotum. Síðan fórum við á Lækjarvöll að leika okkur eftir hádeigi. Yngri krakkarnir voru inni í hópastarfi á meðan.


Mánudaginn 6. mars var deildardagur og við fórum því í skotmóa og gerðum æfingar. Eftir kaffitímann fórum við síðan í rennibrautina sem er alltaf mjög vinsælt.


Á morgun er síðan útikennsla hjá yngri krökkunum á Álfhól og eldri krakkarnir verða í hópastarfi. Föstudaginn 10. mars er blár dagur og krakkarnir því hvattir til að mæta í einhverju bláu það verður síðan samsöngur í matsalnum kl. 10:00.


Í Lubba þessa vikuna vorum við að læra um stafinn Ðð og í Blæ höldum við áfram að einbeita okkur að því að læra um virðingu.


Kveðja

Allir á Álfhól

23. febrúar - 1. mars

Fimmtudaginn 23. febrúar fóru eldri krakkarnir á Álfhól ásamt Víghól í smárann. Þar fórum við þrautabraut og í leiki. Yngri krakkarnir voru í útikennslu.


Öskudagurinn var haldinn í dag. Krakkarnir máttu koma í búning, náttfötum eða íþróttafötum. Við byrjuðum á að fá okkur ávexti, síðan fórum við að slá köttinn úr tunnunni og það komu margir snakkpokar í ljós. Eftir það vorum við með ball í Mýrinni og videostund fyrir þá sem vildu í Þinghól. Eftir hádeigi fóru svo allir krakkarnir út að leika sér.


Framundan:

Á morgun er útikennsla hjá eldri krökkunum á Álfhól að þessu sinni erum við að fara á Gerðarsafn kl. 13:30.


Í vikunni lærðum við Rr hljóðið í Lubba og fórum í nuddstund í Blæ og lásum sögu um virðingu.


Við höfum einnig verið mjög dugleg að vera úti að leika okkur í snjónum.


Kveðja,

Árdís

9.  - 22. febrúar

Fimmtudaginn 9. febrúar fóru yngri krakkarnir á Álfhól á ljósmyndasafnið og má sjá myndir úr ferðinni bæði á hurðinni hjá Álfhól og á vefsíðunni. Á meðan voru eldri krakkarnir á Álfhól í hópastarfi að undirbúa dömukaffið. 

Fimmtudaginn 16. febrúar fóru yngri krakkarnir á Álfhól í Smárann. 

Föstudaginn 17. febrúar var svo dömukaffi og var gaman að sjá hve margar mömmur, ömmur og frænkur sáu sér fært að mæta. Eldri krakkarnir fóru síðan í Hörpu á tónleika og eru komnar inn myndir af ferðinni á vefsíðuna.

Við höfum verið að vinna í hvalaverkefni eftir að við fórum á Hvalasafnið í janúar. Það er búið að hengja upp stóran hval á heimastofuna og svo höfum við verið að teikna hvali og rifja upp þann fróðleik sem við lærðum á safninu.

Í dag þann 22. febrúar fáum við krakkana í 1. bekk í Smáraskóla í heimsókn. Við ætlum að borða saman ávexti og leika okkur :)

Framundan:
Á morgun þann 23. febrúar eru eldri krakkarnir á Álfhól að fara í Smárann og síðan í hópastarf. Á meðan eru yngri krakkarnir að fara í útikennslu.

Afmæli:
Þann 19. febrúar var Snædís Birta 5. ára. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn. 

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrirskólaárið 2017 – 2018

Við biðjum foreldra barna fædd árið 2011 að kynna sér vel þessa orðsendingu frá Menntasviði Kópavogs. 

Innritun 6 ára barna (fædd 2011) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is

Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2017 og stendur hún til 8. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. 

Haustið 2017 munu skólar hefjast með skólasetningardegi þriðjudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skal sækja um á íbúagátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.

Menntasvið Kópavogsbæjar 

1. - 8. febrúar

Fimmtudaginn 2. febrúar fóru eldri krakkarnir á Álfhól á Árbæjarsafnið. Þar fengum við að kíkja á fjárhúsin, skoða hestana og hænurnar og lékum okkur svo með dótið á dótasafninu sem er alltaf mjög vinsælt. Alltaf gaman að sjá hvernig barnaherbergin voru hjá ömmu, afa, mömmu og pabba. Eftir hádegi fórum við síðan á Lækjarvöll að leika okkur. Á meðan voru yngri krakkarnir í hópastarfi að vinna að hvalaverkefni.


Mánudaginn 6. febrúar fengum við leikfangakistu frá Þjóðminjasafninu lánaða. Við skoðuðum kistuna þar sem var að finna leikföng sem krakkarnir léku sér með í gamla daga. Krakkarnir skoðuðu bein, tréleikföng og dúkkulísurnar voru líka mjög vinsælar. Við höfum verið að nota þær til að æfa okkur í að klippa.


Framundan:

Fimmtudaginn 9. febrúar fara yngri krakkarnir á Álfhól á Ljósmyndasafnið meðan eldri krakkarnir fara í hópastarf.


Kveðja,

Allir á Álfhól

26. janúar - 1. febrúar

Fimmtudaginn 26. janúar fórum við á Þjóðminjasafnið ásamt 4 krökkum í yngri hóp af Víghól. Á þjóðminjasafninu fengum við meðal annars fræðslu um um hvernig fólk lifði áður fyrr. Vinsælast var að skoða beinagrindurnar af víking og hesti. Eftir fræðsluna á Þjóðminjasafninu héldum við á Háskólatorgið þar sem við borðuðum nestið okkar. Síðan tókum við strætó aftur á leikskólann. Á meðan fóru eldri krakkarnir í Smárann og fóru síðan í hópastarf.

Þessa vikuna eigum við Háholtið en það er alltaf mjög vinsælt leiksvæði. 

Þriðjudaginn 31. janúar fóru yngri krakkarnir á Álfhól á Hvalasafnið að fræðast um hvali. Krakkarnir voru mjög duglegir að labba og fóru í langan göngutúr eftir hvalasýninguna. Eldri krakkarnir byrjuðu á verkefni fyrir dömukaffið á meðan og fóru svo út að leika sér eftir hádegismatinn.

Afmæli:
Í gær þann 31. janúar átti Ægir afmæli. Hann varð 6 ára. Við óskum honum innilega til hamingju með daginn :)

Framundan:
Á morgun þann 2. febrúar fara eldri krakkarnir á Álfhól á Ábæjarsafnið meðan yngri krakkarnir eru í hópastarfi. Dagur leikskólans verður 6. febrúar og eru allir velkomnir í heimsókn til að kynnast starfi leikskólans. 

Kveðja,
Allir á Álfhól

19. janúar - 25. janúar

Það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur þessa vikuna. 


Fimmtudaginn 19. janúar fóru eldri krakkarnir á deildinni í útikennslu. Við skelltum okkur að þessu sinni með strætó í laugardalinn. Við fórum í göngutúr og lékum okkur á svæðinu. Krakkarnir fundu stól sem þau drógu á eftir sér dágóðan spöl. Það snjóaði mjög mikið þennan dag og einhverjum orðið kalt þannig að við tókum strætó snemma tilbaka og borðuðum nestið okkar inn á Álfhól meðan yngri krakkarnir fóru út að leika sér. Yngri krakkarnir höfðu fyrr um daginn farið í Smárann að gera æfingar og fara í leiki og voru síðan í hópastarfi eftir hádegi.

Föstudaginn 20. janúar var herrakaffi í leikskólanum og var gaman að sjá hve margir pabbar og afar sáu sér fært að mæta. Boðið var upp á kaffi og kleinur. Yngri krakkarnir höfðu gert mynd af sér og pabba og á myndinni stóð hvað væri gaman að gera með pabba. Eldri krakkarnir gerðu pabbabækur með myndum af sér og pabba. Í bókinni stóð hvað væri gaman að gera með pabba, hvað pabbi gerir og hvað væri uppáhaldsmaturinn hans pabba. 

Í gær þriðjudaginn 24. janúar fóru eldri krakkarnir á Hvalasafnið. Þar fengum við að læra allt um hvali. Þetta var mjög áhugaverð sýning, fróðleg og skemmtileg. Þau fengu að fara í allskonar leiki til að hjálpa þeim að læra meira um hvalina. Til dæmis lærðum við að hjá háhyrningum er það amman sem ræður. Leiðbeinandi okkar um safnið spurði hver það væri sem ræður heima og krakkarnir voru alveg með það á hreinu að mamma og pabbi ráða.

Á morgun er útikennsla hjá yngri krökkunum. Þau fara á Þjóðminjasafnið og eiga að vera mætt kl. 10:00. Þau fara með strætó og því þarf að leggja snemma af stað. Á meðan fara eldri krakkarnir í Smárann og svo í hópastarf.

Þorrablótið er síðan föstudaginn 27. janúar. Við höfum verið á fullu í að æfa okkur í að syngja þorralög og gera Þorrablótshatta. 

Kveðja,
Allir á Álfhól

12-18. janúar

Fimmtudaginn 12. janúar þurfti því miður að fresta ferðinni hjá yngri krökkunum á Álfhól, bæði vegna veðurs og manneklu. Krakkarnir fóru því á Lækjavöll að leika sér að þessu sinni en næst þegar þau eiga útikennslu þá verður farið í fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Eldri krakkarnir voru á meðan í hópastarfi.

Það er búið að vera frekar kalt síðustu daga og því mikilvægt að börnin séu vel klædd með hlýja húfu og hlýja vettlinga. Gott að hafa nokkur pör af vettlingum þar sem þeir geta orðið blautir og kaldir. 

Á morgun fimmtudaginn 19. janúar eru eldri krakkarnir að fara í öskjuhlíðina á meðan yngri krakkarnir fara í smárann og svo í hópastarfi. 

Við höfum síðan verið á fullu síðustu daga að undirbúa herrakaffið sem verður föstudaginn 20. janúar. Þá eru pabbar, afar, frændur og bræður velkomnir í heimsókn um morguninn. Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja,
Allir á Álfhól

4-11. janúar

Fimmtudaginn 5. janúar fóru eldri krakkarnir á Álfhól í Húsdýragarðinn. Allir byrjuðu á því að gera sitt eigið nesti. Í boði var ostur, grænmeti og skinka til að setja í vefju. Síðan tókum við strætó í húsdýragarðinn. Við lékum okkur í skipinu og fórum í aparólu sem var á svæðinu. Síðan fórum við og skoðuðum dýrin. Við sáum einnig jólaköttinn. Við komumst að því að hann er geymdur í fjölskyldu- og hýsdýragarðinum yfir jólin og fær lambalæri og annan mat að borða. Þetta var mjög skemmtilegur dagur. 
Á meðan voru yngri krakkarnir í hópastarfi.

Föstudaginn 6. janúar máttu krakkarnir svo koma með vasaljós í leikskólann. Í litla herbergið var búið að gera hús sem bæði Álfhóll og Víghóll léku sér í. Þinghóll stjórnaði samsöng í matsalnum þar sem krakkarnir sungu með vasaljósin í myrkrinu. Síðan fóru flestir út að leika með vasaljósin sín enda ennþá frekar dimmt úti á morgnana :)

Núna erum við byrjuð aftur í Lubba stundum og Blæ. Í Blæ höfum við verið að einbeita okkur að umburðarlyndi. Að viðurkenna og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans og koma fram við alla af virðingu.

Framundan:
Á morgun fimmtudaginn 12. janúar fara yngri krakkarnir á deildinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, það getur verið kalt og því gott að vera með hlý föt.

Kveðja,
Allir á Álfhól


Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla :)

 

Við höfum verið dugleg að leika okkur úti síðustu daga þrátt fyrir lítinn snjó og mikla rigningu. Þá daga sem veðrið var mjög leiðinlegt vorum við stutt úti.

 

Við höfum verið með Háholtið síðustu daga en það er alltaf jafn vinsælt að fara upp leika sér í búðarleik, mömmó og byggja úr kubbunum ýmist hús eða rennibrautir, einstaka sinnum hafa jafnvel verið gerð hlaupabretti úr kubbunum.

 

Framundan er síðan vasaljósadagurinn, föstudaginn 6. janúar, en þá mega börnin koma með vasaljós í leikskólann. 

 

Kveðja,

Allir á Álfhól

Loksins kom snjórinn :)

Mánudaginn 19. desember var loksins kominn nógu mikill snjór til að við gætum farið á bak við hús að renna okkur á rassaþotum. Það var "klikkað gaman" eins og einn sagði á Álfhól þegar hann kom inn eftir útiveruna.


15. desember fóru eldri krakkarnir á Álfhól á Árbæjarsafnið þar sem við lærðum um hvernig jólin voru í gamla daga. Það var mjög áhugavert. Það var mikil rigning og frekar kalt þannig að við tókum strætó aftur tilbaka á leikskólann og fórum á Lækjarvöll. Við vorum allan daginn á lækjarvöllum að leika okkur og lita jólamyndir. Á meðan fóru yngri krakkarnir á Þjóðminjasafnið að hitta þvörusleikir og fara í ratleik um Þjóðminjasafnið að leita af jólakettinum.


16. desember var jólaball á Læk. Við byrjuðum á því að syngja og dansa í kringum jólatréið. Svo skemmtilega vildi til að jólasveinn heyrði í okkur og kom í heimsókn með pakka til allra krakkana á Læk. Nokkrir kennarar á Læk settu svo upp leikritið Greppikló sem var mjög skemmtilegt. Eftir það fóru allir krakkar á sína heimastofu til að opna pakkann frá jólasveininum sem var að þessu sinni litabók :) Í hádeiginu fengum við svo hangikjöt og meðlæti ásamt ís í eftirrétt. Þetta var mjög skemmtilegur dagur.


Afmæli:

Þann 19. desember átti Iðunn afmæli og varð 4 ára. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn :)


Á morgun, fimmtudaginn 22. desember, fara eldri krakkarnir á Álfhól í smárann.


Jólakveðja,

Allir á Álfhól

Jólaundirbúningur

Það hefur verið mikið að gera hjá okkur í desember. Við höfum verið á fullu í að gera jólagjafir og föndra jólaskraut.


Við höfum líka verið dugleg að fara í ferðir í útikennslunni. Yngri krakkarnir fóru á Nátturugripasafnið þann 24. nóvember. Allir á Álfhól fóru svo í Guðmundarlund 1. desember. Þar sem við byrjuðum á að fara í göngutúr í skóginum. Síðan var fengið sér heitt kakó og kleinur. Að lokum lékum við okkur öll á svæðinu áður en haldið var aftur af stað í rútuna.


8. desember fóru síðan yngri krakkarnir á bókasafnið. Á bókasafninu heyrðum við mjög skemmtilega sögu um jólaköttinn og fórum síðan á fyrirlestur um ketti og lærðum t.d. um ljón, blettatígra og kisur. Í gær þann 13. desember vorum við svo með auka útikennslu fyrir eldri krakkanna þar sem vð skelltum okkur á Þjóðminjasafnið að sjá Giljagaur. Það var mjög gaman mikið hlegið og sungið. Eftir það fórum við í ratleik á safninu þar sem við fórum að leita af jólakettinum og svara ýmsum spurningum um sýningargripina. Við borðuðum síðan nesti og löbbuðum svo á leiksvæði í hljómskálagarðinum. Það var pínu blautt en mjög gaman.


30. nóvember fóru eldri krakkarnir á Álfhól í heimsókn í Smáraskóla. Þar gerðu þau jólakúlur með 1. bekk og hengdu á jólatré á vegg þar. Þau sungu líka saman og léku sér.


2. desember var rauður dagur í leikskólanum og samsöngur undir stjórn Víghóls.


7. desember var Kirkjuferðin. Eldri krakkarnir voru búin að vera mjög dugleg að æfa fyrir helgileikinn og sást það vel á sýningardaginn. Þau voru ótrúlega flott. Það var líka gaman að sjá hve margir foreldrar sáu sér fært að mæta. Þetta var mjög skemmtilegur dagur :)


Bjarki Snær átti afmæli 12. desember. Hann varð 4 ára og við óskum honum innilega til hamingju með daginn :)


Framundan:

Á morgun 15. desember fara eldri krakkarnir í útikennslu og við ætlum að fara í heimsókn á Árbæjarsafnið. Yngri krakkarnir áttu að fara í smárann en við ætlum að sleppa því að þessu sinni og fara á Þjóðminjasafnið að hitta þvörusleikir.

Föstudaginn 16. desember er svo jólaballið.


Jólakveðja,

Allir á Álfhól

14-23. nóvember

Fimmtudaginn 17. nóvember fóru eldri krakkarnir á Landnámssýningu. Safnið var mjög áhugavert. Við fengum að sjá hvernig hús fólk bjó í, hvernig það veiddi sér til matar og hvaða dýr þau ættu. Fengum einnig að sjá og leika með dótið sem krakkarnir léku sér með á landnámsöld. Þetta þótti þeim mjög skemmtilegt. Síðan var leiðinni haldið í Ráðhús Reykjavíkur þar sem við vorum svo heppinn að sjá dansatriði í gangi. Hjá Ráðhúsinu gáfum við öndunum brauð og héldum síðan á leiksvæðið í hljómskálagarðinum. Á meðan voru yngri krakkarnir í Smáranum fyrir hádegi og fóru síðan í hópastarf eftir hádeigi.


Fimmtudaginn 24. nóvember á morgun fara síðan yngri krakkarnir á Náttúrugripasafnið meðan eldri fara í Smárann og síðan í hópastarf.


Við höfum verið dugleg að leika okkur bæði úti og inni í vikunni. Það er farið að kólna mikið og því mikilvægt að allir séu vel búnir. Í síðustu viku vorum við með svæði sem heitir Mýrin og er hjá matsalnum. Þar hefur verið vinsælt að leika með allskonar kubba og leika í sandinum. Í þessari viku erum við svo með Engjaborg sem er við hliðinn á heimastofunni okkar. Þar erum við að einbeita okkur að stærðfræði, allskonar töluleikjum og að byggja úr kubbunum á svæðinu.


Við erum einnig byrjuð aðeins í jólaundirbúningnum :)


Í Blæ í þessari viku ræddum við um hvernig okkur og öðrum líður þegar þeir fá ekki að vera með í leik. Ræddum einnig um hvað við getum gert ef við sjáum einhvern vera einan og vera leiðan. Ræddum einnig hvenær við erum leið og hvenær við erum glöð.

Í Lubba tókum við fyrir stafinn Uu. Það gengur mjög vel í Lubba og börnin eru mjög áhugasöm.

Við erum einnig búin að vera dugleg að æfa okkur að ríma í markvissri málörvun og segja frá og lýsa hlutum.


Afmæli:

Í gær þann 22. nóvember átti Óðinn afmæli. Hann varð 5 ára og við óskum honum innilega til hamingju með daginn.


Kveðja,

Allir á Álfhól


2. -10. nóvember

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur síðustu daga.


Fimmtudaginn 3. nóvember fóru eldri krakkarnir á Álfhól og Víghól í ferð í Sorpu. Það kom rúta að sækja okkur og við fengum fræðslu um hvernig á að flokka ruslið á heimilinu. Síðan fengum við að fara með rútu að skoða Herkúles sem sér um að þjappa saman öllu ruslinu. Á meðan voru yngri krakkarnir í hópastarfi.


Föstudaginn 4. nóvember var samsöngur undir stjórn Álfhóls þar sem við sungum lög úr Lubbi finnur málbein ásamt kisa tangó og fleiri skemmtilegum lögum sem við höfum verið að æfa.


Mánudaginn 7. nóvember kom slökkviliðið í heimsókn til að fræða eldri krakkanna á Álfhól og Víghól. 


Miðvikudaginn 9. nóvember fórum við síðan í göngu gegn einelti. Það komu unglingar frá Smáraskóla til að fylgja krökkunum í Fifuna ásamt kennurum. Þegar þangað var komið mynduðum við stórt hjarta sem var myndað í bak og fyrir :) Síðan var dansað og sungið. Það var gaman að sjá hve margir hjá okkur náðu að heilsa upp á systkini sín í Smáraskóla. Það eru komnar inn myndir undir skólinn.


Í dag 10. nóvember fóru svo yngri krakkarnir á Álfhól í Sorpu á Dalvegi. Við tókum með okkur mikið af rusli sem við fengum síðan aðstoð við að flokka á rétta staði í Sorpu. Á meðan voru eldri krakkarnir í hópastarfi. Eftir hádegi fór síðan allur Álfhóll út að leika sér.


Þann 3. nóvember átti Helgi Hrafn afmæli. Hann varð 5 ára og við óskum honum innilega til hamingju með daginn.


Í vikunni lærðum við um stafinn Hh í Lubba. Í Blæ lærðum við um hvað það þýðir að vera hugrakkur og hver sé munurinn á að grínast og stríða.


Kveðja,

Allir á Álfhól
Þetta vefsvæði byggir á Eplica