Sími 441-5900

Söngvar

Kæru foreldrar/forráðamen:

Á vordögum 2013 ákvað foreldrafélag leikskólans, í samráði við starfsfólk, að safna saman algengum vísum og þulum. Vísurnar og þulurnar eru fengnar úr ýmsum bókum,heftum og munnlegum heimildum. Þar sem ekki var unnt að notast við frumheimildir, má búast við að einhverjar villur hafi slæðst inn í sumar vísurnar. Rétt er einnig að geta þess að ekki tókst alltaf að hafa upp á höfundum. Við viljum benda foreldrum á að snúa sér til starfsfólks leikskólans ef upp koma vandamál í sambandi við lög við ljóðin. Að lokum vonum við að foreldrar, starfsfólk og börn fagni með okkur þessu framtaki og biðjum við alla vel að njóta. Teikningarnar eru eftir Maribel González Sigurjóns.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica