Hrekkjavaka

Í ár vorum við í fyrsta skipti að halda upp á Hrekkjavökuna hér á leikskólanum Læk. Það var auðvitað Hrekkjavökuflæði um morguninn sem einkenndist að mikilli ró í barnahópnum enda mikil dulúð sem fylgir þessum degi. Kennarar og börn skreyttu skólann á alveg hryllilegan hátt sem vakti gleði hjá bæði stórum og smáum. Það var auðvitað aftur ball enda aldrei hægt að dansa of mikið og á sumum deildum voru sagðar hryllilegar hrekkjavökusögur eða lesnar draugabækur sem flestum fannst nú bara gaman af. Eftir hádegi var svo útivera í frábæru veðri.